Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Síða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Síða 9
frumvörpum á árunum 1963—5. Samræmi náðist í aðalatriðum, en þróun mála eftir að tillögurnar komu fram var ekki sú sama í öllum ríkjunum. Norðmenn riðu á vaðið og settu skaðabótalög árið 1969, næstir urðu Svíar með skaðabótalögin 1972 og Finnar ráku lestina 1974. Þessi þrenn lög byggðust í meginatriðum á áðurnefndum tillög- um sérfræðinganefnda í hverju landi fyrir sig. Áður en skaðabótalögin tóku gildi var farið að hyggja að næsta þætti almennrar lagasetningar. Þegar 1966 voru skipaðar nefndir í Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð til að kanna og eftir atvikum að leggja fram frumvörp að nýjum lagareglum um skaðabætur fyrir var- anlega örorku og bætur fyrir missi framfæranda. Var þeim falið að hafa samstarf og var tilgangurinn eins og áður sá að samræma nor- rænar lagareglur. Síðar var nefndunum fengið aukið verkefni, m.a. að kanna leiðir til lögfestingar á reglum um mildun á bótaskyldu tjónvalds, en ekki var viðbótarverksvið nefndanna nákvæmléga hið sama í öllum ríkjunum. Álit nefndanna birtust á árunum 1971—3. Þar voru mismun- andi ítarlegar reglur um skaðabætur fyrir líkamstjón (þ. á m. tjón vegna dauðaslysa) og um heimild til lækkunar skaðabóta vegna ástæðna tjónvalds og tjónþola og annarra atvika. Ekki tókst að leggja fram samhljóða tillögur. Ef tillögur nefndanna hefðu náð fram að ganga, hefði þó veruléga þokast í átt að norrænni réttareiningu á þessu sviði. Norðmenn breyttu skaðabótalögum sínum frá 1969 í samræmi við til- lögur norsku nefndarinnar, og tóku breytingarnar gildi 1. janúar 1974. Svíar hrundu einnig í framkvæmd lagabreytingu eftir tillögum sinnar nefndar, og öðlaðist sú breyting gildi 1. janúar 1976. Hinar nýju sænsku reglur um bætur fyrir líkamstjón svara í aðalatriðum til norsku laga- ákvæðanna. Þegar þetta er ritað, hafa ekki verið lögfestar á Norður- löndum aðrar almennar skaðabótareglur, sem eiga rætur sínar að rekja til norrænnar samvinnu. 2. ALMENNT UM SKAÐABÓTALÖGIN Hér á eftir verður gerð grein fyrir aðalefni norsku og sænsku skaðabótalaganna eins og þau eru nú, að öðru leyti en því að reglum láganna um ákvörðun bóta fyrir líkamstjón verður sleppt. Viðfangs- efnið vei’ður því eingöngu skaðabótagrundvöllurinn skv. þessum lög- um. Um finnsku skaðabótalögin frá 1974 verður ekki fjallað sérstak- lega hér, en þau eru mjög lík sænsku lögunum frá 1972 (sjá Hans Saxén, Finlands skadestándslag jámförd með Sveriges, SvJT 1977, bls. 148—153). 171

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.