Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Page 13
Heimildin er alveg hliðstæð lækkunarákvæðinu í 4. tl. sbr. 3. tl. 1-2 gr. um gæslu barna. 3.5. Ábyrgð vegna neyðarréttarathafna 1- 4 gr. er stutt ákvæði um bótaskyldu þess, sem veldur tjóni með lögmætum hætti í því skyni að afstýra yfirvofandi hættu. 1 greininni eru engin fyrirmæli um bótaskyldu þess, sem neyðarréttarverkið er unnið fyrir, ef annar en hann vinnur verkið. Síðari málsl. 1-4 gr. felur í sér reglu um ábyrgðarleysi í neyðarvarnartilvikum. 3.6. Ábyrgð opinberra aðila og annarra atvinnurekenda 2- 1 gr. laganna hefur að geyma almenna reglu um ábyrgð vinnu- veitanda á starfsmönnum sínum (launþegum). Skv. 2. tl. 2-1 gr. merkir orðið vinnuveitandi (,,arbeidsgiver“) í lögunum opinberan aðila („det offentlige“) og sérhvern annan, sem hefur einhvern í þjónustu sinni í atvinnurekstri eða utan hans. Samkvæmt þessu er enginn greinarmun- ur gerður á ábyrgð ríkis, sveitarfélaga og stofnana þeirra annars vegar og einkaaðila hins vegar. Lögin nota orðið vinnuveitandi („arbeids- giver“), sem ekki merkir alveg það sama og atvinnurekandi. 1 síðast- nefndu lagaákvæði kemur berum orðum fram, að átt er við aðila, sem hefur mann (menn) í vinnu, án tillits til þess, hvort um eiginlégan atvinnurekstur er að ræða. Greinarmunur á hugtökunum vinnuveitandi og atvinnurekandi hefur sjaldnast raunhæfa þýðingu, a.m.k. ekki þegar ljóst liggur fyrir, að lagaákvæðin, sem hér eru til umræðu, taka bæði til vinnuveitenda, er reka atvinnurekstur í venjulegri merkinu þess orðs og vinnuveitenda, sem hafa með höndum opinbera sýslu. Hér verða því orðin atvinnurekandi og vinnuveitandi notuð jöfnum höndum, þótt nákvæmara væri að tala aðeins um vinnuveitanda. Sami háttur verður hafður á þegar fjallað verður um sænsku skaðabótalögin (SkL), þótt í þeim sé aðeins notað orðið vinnuveitandi (,,arbetsgivare“). Sjálf skaðabótareglan, sem er í 1. tl. 2-1 gr. laganna, er á þá lund, að atvinnurekandi ber skaðabótaábyrgð á tjóni, sem starfsmaður veld- ur af ásetningi eða gáleysi, þegar hann er að gegna starfi eða erindi fyrir atvinnurekandann. Við þetta er hnýtt setnirigunni „idet hensyn tas til om de krav skadelidte med rimelighet kan stille til virksomheten eller tjenesten, er tilsidesatt.“ Um skýringar á þessari setningu vísast til Rolv Hellesylt, Erstatningsretten under lovregulering, LoR 1970, bls. 249. Ot. prp. (proposisjon til Odelstinget) nr. 48 (1965—66), bls. 79, og Kristen Andersen, Skadeforvoldelse og erstatning, 3. útg., Osló 1976, bls. 226—7 og 257—9. Loks segir í 1. tl. 2-1 gr., að ábyrgð at- 175

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.