Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Qupperneq 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Qupperneq 16
fjallar um bótaábyrgð á tjóni, þegar tjónvaldur á sjálfur sök, 3. kafli er um ábyrgð atvinnurekanda og opinberra aðila („det allmánna“), 4. kafli varðar ábyrgð starfsmanna (launþega), í 5. kafla eru reglur um ákvörðun tjónbóta og í 6. kafla eru sameiginleg ákvæði, m.a. um eigin sök tjónþola og almenna heimild til lækkunar skaðabóta. 4.2. Almenn ákvæði 1 1:1 SkL segir, að ákvæði laganna eigi við, ef eigi sé á annan veg sérstaklega fyrir mælt eða leiði af samningi eða af reglum um skaða- bætur innan samninga. Með þessu er í fyrsta lagi átt við, að lögin hagga ekki skaðabóta- reglum í sérstökum lögum, hvort sem um er að ræða bótareglur utan samninga eða innan. 1 öðru lagi felst það í ákvæði þessu, að lögin taka bæði til ábyrgðar utan samninga og innan. Lækkunarheimildum lag- anna yrði t.d. beitt um samnin'gsábyrgð, nema samningurinn leiddi til annars. Um skaðabótaskyldu innan samninga eru lögin frávíkj anleg. Menn hafa frelsi til að semja sig undan bótaábyrgð eða semja um sér- stakar takmarkanir á bótaskyldu, t.d. um að maður beri aðeins ábyrgð upp að ákveðinni hámarksfjárhæð. Reglur laganna víkja fyrir samn- ingi, hvort sem samið er berum orðum eða atriði er álitið fólgið í samn- ingi. T.d. getur orðið að skýra samning svo, að ábyrgð hins bótaskylda sé þrengri en eftir lögunum eða eftir atvikum víðtækari. Ákvæði 1:2 SkL skilgreinir hugtakið hreint fjártjón („ren för- mögenhetsskada"). Segir í 1:2, að með því sé í lögum þessum átt við fjárhagslegt tjón, sem verði án þess að nokkur verði fyrir líkams- eða eignatjóni. Hugtakið gegnir miklu hlutverki í SkL, eins og síðar kem- ur fram. 11:3 SkL segir, að ákvæðum laganna um skyldu til að bæta líkams- tjón skuli einnig beita um óþægindi („lidande"), sem maður veldur öðrum með broti gegn persónufrelsi, með annars konar refsiverðri meingerð, með broti á póst- eða símaleynd, með því að hnýsast í hirslur annars manns, hlera samtöl á ólögmætan hátt eða með þvílíkum refsi- verðum verknaði. 4.3. Ábyrgð vegna eigin sakar 4.3.1. Almenna reglan Hver sá, sem veldur líkams- eða eignatjóni af ásetningi eða gá- leysi, skal bæta tjónið, ef eigi leiðir annað af lögum þessum, 2:1 SkL.

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.