Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Síða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Síða 19
era fyrir hendi þegar litið er til hegðunarinnar, sem tjón hlaust af („handlingens beskaffenhet“), stöðu launþsgans, hagsmuna tjónþola og annarra atvika, 4:1 SkL. Þetta lagaákvæði á einnig við um menn þá, er greindir eru í 6:4 SkL. 4.6. Ákvörðun skaðabóta 1 5. kafla SkL eru ákvæði um hverjar bætur skuli greiða fyrir líkamstjón og tjón á munum. Ákvæðin fela í sér almennar reglur um ákvörðun fébóta fyrir slíkt tjón. 4.7. Eigin sök tjónþola 1 6:1 SkL eru almennar reglur um eigin sök tjónþola. Greint er á milli eigin sakar tjónþola eftir því hvort um er að ræða tjón sökum slyss á manni annars vegar eða tjón á munum eða hreint fjártjón hins vegar. LFm rnunatjón og hreint fjártjón gildir hin hefðbundna regla, að skaða- bætur má lækka, ef tjónþoli eða maður, sem hann ber ábyrgð á, hefur stuðlað að tjóninu af ásetningi eða gáleysi, sjá 2. mgr. 6:1 SkL. Um líkamstjón gilda þær reglur, sem nú skal greina. Skaðabætur vegna slyss má lækka, ef tjónþoli sjálfur er meðvaldur að tjóninu vegna ásetnings eða stórfellds gáleysis, 1. málsl. 1. mgr. 6:1 SkL. Skaðabætur til bifreiðarstjóra (stjórnanda vélknúins ökutækis), sem gerst hefur sekur um refsiverðan akstur undir áhrifum áfengis, má einnig lækka, ef hann vegna gáleysis er meðvaldur að tjóni, 2. málsl. 1. mgr. 6:1 SkL. Hafi maður látist af slysförum, má lækka bætur til aðstandenda hans, ef hinn látni hefur af ásettu ráði verið meðvaldur að dauðaslysinu, 3. málsl. 1. mgr. 6:1 SkL. I 3. mgr. 6:1 er regla, sem á bæði við um líkamstjón og annars konar tjón, svo sem tjón á eignum. Þar segir, að lækkun skaðabóta eftir 1. eða 2. mgr. 6:1 skuli fara eftir sanngirnismati og hliðsjón höfð af hversu mikil sök aðila sé, svo og öðrum ástæðum (sjá nánar Jan Hellner, Skadestándsrátt, 3. útg., Stockholm 1976, bls. 174 og Nordenson, Bengts- son og Strömbáck, bls. 214). 4.8. Almenn regla um lækkun skaðabóta Eins og fyrr greinir eru í SkL nokkrar sérreglur um milda skaða- bótaábyrgð eftir sanngirnissjónarmiðum. Ákvæði 2:2 og 2:3 SkL um ábyrgð barna og geðveikra verða ekki formlega taldar til eiginlegra lækkunarheimilda, þar sem ákvæðin eru orðuð svo, að skaðabótaábyrgð komi til greina, ef sérstök sanngirnisrök eru fyrir henni (Hellner, bls. 203). Reglan í 4:1 um ábyrgð launþega er ekki lækkunarheimild, heldur 181

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.