Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Qupperneq 25

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Qupperneq 25
um ásetning hans hafi verið að ræða. Þetta þýðir í raun, að sakar- skipting kemur nær aldrei til greina í dánarbótamálum. Sakarskipt- ingarreglan, sem gildir um slys, er ekki hafa dauða í för með sér, er ekki eins þröng. Lækka má bætur til tjónþola, sem líkamstjón hefur beðið, ef hann hefur orðið meðvaldur að slysinu af ásetningi eða stór- kostlegu gáleysi. Sama gildir um bætur til bifreiðarstjóra, sem ekur ógætilega undir áhrifum áfengis og slasast. Eftir 2. mgr. 6:1 SkL gilda sömu grundvallarreglur og áður um eigin sök manns, sem orðið hefur fyrir tjóni á munum eða hreinu fjártjóni, að öðru leyti en því, að nú er heimilt að taka tillit til sanngirnissjónarmiða, svo sem fyrr segir. Á Islandi gilda eins og kunnugt er sömu reglur um skiptingu ábyrgðar vegna eigin sakar tjónþola, hvort sem hann hefur orðið fyrir líkams- tjóni eða eigna. 6. HELSTU NYMÆLI LAGANNA Margar af reglum norsku og sænsku skaðabótalaganna eru alls ekki nýjar og sumar af hinum nýju reglum eru meira að segja að mestu byggðar á hefðbundnum ólögfestum reglum. Ef litið er á lögin af sjón- arhóli íslensks skaðabótaréttar má álíta eftirtalin nýmæli einna at- hyglisverðust: (1) heimildir til lækkunar skaðabóta eftir sanngirnis- mati, (2) reglurnar um ábyrgð ríkis og sveitarfélaga á aðgerðum starfsmanna þeirra í opinberri sýslu, (3) reglur sænsku laganna um eigin sök tjónþola, (4) reglu norsku laganna um hlutlæga ábyrgð for- eldra á skaðaverkum barna og (5) reglurnar um samband skaðabóta og greiðslna tryggingabóta frá opinberum tryggingastofnunum og einkaaðilum. Verður nú farið örfáum orðum um kosti og galla þessara nýmæla. Reglurnar um samband skaðabóta og trygginga verða þó ekki ræddar almennt, vegna þess að hér hefur því verið sleppt að gera grein fyrir hinum nýju lagaákvæðum um bætur fyrir líkamstjón og eins vegna þess, að viðfangsefnið er of viðamikið til þess að fjalla um það í stuttri grein. Heimildir til lækkunar skaðabóta og skyldar reglur um milda skaðabótaábyrgð eftir sanngirnismati eru margvíslegar í skaðabóta- lögum, og má segja, að þær séu eitt aðaleinkenni laganna. Eru þær allar nema ein bundnar við ákveðna flokka tjónvalda eða tilteknar teg- undir tjóns. Eina almenna lækkunarheimildin er í sænsku lögunum (6:2 SkL). Verður fyrst vikið að hinum sérstöku heimildum til lækk- unar og skyldum reglum um væga fébótaskyldu. Um börn og menn, sem haldnir eru andlegum annmörkum, svo og 187

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.