Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Page 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1977, Page 44
kleift að þingað væri samtímis um mörg verkefni, og urðu menn að gera upp hug sinn um, hvaða viðfangsefni þeir kysu sér hverju sinni. Meðal verkefnanna má nefna: Eftirlitsrannsóknir á alþjóðlegum hryðjuverk- um og dreifingu fíkniefna — Reglur um alþjóðaviðskipti — Háskóli Sameinuðu þjóðanna — Efling alþjóðareglna um vernd mannréttinda — Mannúðarlög, einkanlega hvernig vernda skuli mannréttindi í vopnuðum uppþotum og hver sé lagaleg staða málaliða — Hafrétturinn — Ráðstafanir til alþjóðlegrar vernd- ar mannréttinda innan þjóðfélaga — Milliríkjareglur um vinnumál — Alþjóða- reglur um sjúkrahjálp — Geimréttur, einkum réttur einstakra landa, sem ekki eiga geimför— Ritfrelsi blaða og tímarita og annarra fjölmiðla í sambandi við réttarvernd einstaklings — Mannfjölgun sem alþjóðavandamál og lagareglur um það efni. — Bankalög og lagareglur um fjármagnsstraum milli landa — Alþjóðleg vernd eignaréttar einstaklinga — Alþjóðleg lögvernd flóttamanna — Alþjóðadómstóllinn og hvernig auka megi starfssvið hans og gildi — Hlutverk lagaprófessora í þróunarlöndum og samræmi í lagakennslu — Millilandalög- gjöf um tölvunotkun — Lögfræðileg aðstoð við efnalítið fólk — Lögfræði- menntun í heiminum í dag. Undirbúningsnefndir höfðu starfað í öllum málum. Þær skiluðu greinargerð- um til þingfulltrúa sem umræðugrundvelli. Að umræðum loknum tóku nýjar nefndir við og sömdu ályktanir, sem afgreiddar voru í þinglok. Það þarf eigi að taka fram, að framsögumenn í hverri grein voru heims- kunnir lagamenn og sérfræðingar hver á sínu sviði. Ég skipti dögunum niður á viðfangsefnin eftir bestu getu, einkum hafréttinn, ritfrelsi dagblaða, lögfræðiaðstoð við efnalítið fólk og sýniréttarhöld alþjóða- dómstólsins. Auk þess gat ég sem aðrir aflað mér skriflegu greinargerðanna, og næst- síðasta daginn hlýtt á ályktanir ráðstefnunnar. í örstuttri frásögn sem þessari verður eigi reynt að skýra ítarlega frá einstökum atriðum. Ég minnist þess lengi, hve umræðurnar um mannrétt- indi, frjálsræði dagblaða og ritfrelsi voru litríkar og sjónarmiðin ólík. Fulltrúar allra landa virtust vilja frelsi, en margir vildu takmarka það við einhvern mæli- kvarða, er sýndi hvað þjóðinni væri fyrir bestu í það og það skiptið. Geysiheit- ar umræður voru um það, hvort dagblöðum væri rétt að birta nöfn sakaðra brotamanna eða dæmdra. Sýndist þar sitt hverjum og er sinn siður í landi hverju. Athyglisvert þótti mér, að í Sviss er bannað að birta nöfnin, jafnvel eftir að refsidómur er fallinn. Eru aðeins upphafsstafirnir nefndir, að mér skild- ist til þess að saklausir verði síður hafðir fyrir rangri sök. Rökin fyrir nafn- leyndinni voru á þá leið að samfélagið ætti að taka við hinum dæmda, þegar hann hefði tekið út refsinguna, og líta á hann sem fullgildan borgara, er væri jafn öðrum að réttindum. Nafnbirting myndi hins vegar verða manninum ævilangt fjötur um fót. Fáar þjóðir munu vera eins illa staddar og Islendingar í sambandi við lög- fræðilega aðstoð við efnalítið fólk. Ekkert slíkt finnst hér á landi nema hin gömlu ákvæði um gjafvörn og gjafsókn fyrir dómstólum. Eru þau jafn ófull- nægjandi til almenningsheilla og þau reyndust á hinum norðurlöndunum, sem fyrir löngu hafa komið sér upp lögbundnu kerfi með aðstoð félagsmála- stofnana til aðstoðar þeim, sem þurfa að reka réttar síns, en hafa eigi efni til þess. Þessu verða gerð nánari skil síðar. 206

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.