Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 13
líta svo á, að ekki beri að fresta því lengur, að ég geri tilraun til þess að skipa nýtt ráðuneyti, sem Alþingi getur þá hafnað eða sætt sig við, — enda eru þá liðnar fjórar vikur frá því fráfarandi ráðuneyti fékk lausn frá störfum og frá því, er ég mæltist til þess við formenn þing- flokkanna að hefja undirbúning að stjórnarmyndun, — og meira en mánuður frá því kunn voru úrslit kosninganna, en meira en tvær vikur frá því, að Alþingi kom saman til funda.“ Minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins var mynduð 6. desember 1949. Forsætisráðherra gerir skriflega tillögu til forseta um lausnarbeiðni ráðuneytis. Forseti fellst á tillöguna með því að árita hana og sé ekki nýtt ráðuneyti myndað samstundis, felur hann því, sem segir af sér, að starfa áfram þar til ný sjórn hafi verið mynduð. Forsendur lausnar- beiðni geta verið margvíslegar, og fylgir jafnan stuttur rökstuðningur tillögu forsætisráðherra til forseta. Annar ráðherra en forsætisráðherra hefur á ríkisráðsfundi borið upp fyrir forseta tillögu um lausnarbeiðni ráðuneytis. Gerðist það 2. mars 1950, þegar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra baðst lausnar fyrir minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins í veikindaforföllum Ólafs Thors forsætisráðherra. Hinn 27. mars 1956 gerðist það, að Ólafur Thors baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt utan ríkisráðsfundar. Er tillagan til forseta þannig orðuð: „I sáttmála þeim, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn gjörðu með sér, þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, segir m.a.: — „Það er samkomulag, að forsætisráðherra beiti ekki þingrofsvaldi, nema með samþykki beggja stuðningsflokka ríkis- stjórnarinnar eða ráðherra þeirra. Ákveði annar hvor stuðningsflokk- urinn að hætta stj órnarsamstarfi, skal stjórnin segja af sér.“ — Nú hefur mér borist tilkynning frá ráðherrum Framsóknarflokksins þar sem segir m.a.: — „Lokið er stuðningi Framsóknarflokksins við núver- andi ríkisstjórn.“ — Með tilvísun til þessarar ákvörðunar Framsóknar- flokksins og ofangreindra ákvæða í stjórnarsáttmálanum, leyfi ég mér allravirðingarfyllst að leggja til, að þér, herra forseti, fallist á að veita núverandi ráðuneyti lausn.“ Forseti féllst á tillöguna utan ríkisráðsfundar. Síðdegis 27. mars 1956 var haldinn ríkisráðsfundur, þar sem forsætisráðherra bar lausn- arbeiðnina upp til endurstaðfestingar. Á fundinum féllst forsetinn á tillögu ráðherrans og ritaði á hana samþykki og kvaðst hafa falið stjórninni að gegna störfum áfram. Lýsti forsætisráðherra yfir, að hann hefði fallist á það. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.