Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Side 15

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Side 15
en vil fara fram á það við fráfarandi ráðuneyti, að það gegni stjórn- arstörfum á sama hátt og hingað til þar til ný stjórn er mynduð.“ Lýsti forsætisráðherra því yfir, að stjórnin myndi starfa áfram, þar til ný stjórn yrði mynduð. Bókunin er ekki jafn formleg 1950, heldur segir aðeins, að forseti hafi beðið stjórnina að gégna störfum áfram og í fjarveru forsætisráðherra hafi utanríkisráðherra kveðið stjórn- ina mundu gegna störfum áfram. Áður er getið um formið 1956, en það var í fyrsta sinn, sem Ásgeir Ásgeirsson forseti veitti starfsstj órn um- boð. 1958 er bókað, að forseti hafi falið ráðuneytinu að starfa áfram, uns annað ráðuneyti yrði myndað. Ekki er bókað, að forsætisráðherra hafi fallist á beiðni forseta. Samskonar bókun er við lausnarbeiðnina 1971, en það var í fyrsta sinn, sem Kristján Eldjárn forseti veitti ríkisstjórn lausn. Bókanir eru þær sömu 1974 og 1978, en jafnframt er fært til bókar, að forsætisráðherra fallist á tillögu forseta. Þótt Sveinn Björns- son forseti hafi verið formlegri en arftakar hans, er hann beindi til- mælum til ráðuneytis um að starfa áfram, og legði áherslu á, að það væri á „sama hátt“ og áður, verður ekki talið, að umboð starfsstjórna hafi af hálfu forseta verið þrengt, síðan hætt var að bóka það með þessum hætti í gjörðabók ríkisráðsins. Á árunum 1971, 1974 og 1978 hefur tíðkast að bóka í upphafi síðasta ríkisráðsfundar starfsstjórnar, að forsætisráðherra hafi lýst því yfir, að stjórnarathafnir hafi verið afgreiddar eins og forseti óskaði á þeim ríkisráðsfundi, þegar hann veitti ráðuneytinu lausn. Sitji Alþingi, þegar ríkisstjórn segir af sér, er venja, að forsætis- ráðherra skýri frá lausninni á þingi, lýsi tilmælum forseta um, að rík- isstjórnin sitji áfram, og að ráðherrar hafi orðið við þeim. Þó kom það ekki fram í yfirlýsingu Ólafs Thors 10. október 1946. Engar umræður hafa orðið á þingi um þessar tilkynningar fráfarandi forsætisráðherra. Ekki er birt tilkynning í Stjórnartíðindum um lausn ráðuneyta. 1 Lög- birtingarblaði í dálknum um embætti, sýslanir o.fl. hefur verið skýrt frá lausn ráðuneyta, og að forseti hafi falið þeim að starfa áfram, 1944, 1949, 1950, 1956 og 1958, og síðan hefur tilkynningin verið tekin upp í yfirlit það, sem birt er í lok B-deildar Stjórnartíðinda um embætti, sýslanir o.fl. Stjórnartíð starfsstjórnarinnar lýkur síðan án formlegrar tilkynn- ingar, þegar skýrt er frá skipun og skipting starfa í hinu nýja ráðu- neyti. Athyglisvert er, að 21. október 1944, 4. febrúar 1947 og 6. des- ember 1949 voru forsetaúrskurðir um skipun og skipting starfa ráð- herra o.fl. birtir í A-deild Stjómartíðinda, þ.e. úrskurðurinn undirrit- aður af forseta og forsætisráðherra. Síðan, eða frá 14. mars 1950, hefur 9

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.