Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Síða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Síða 17
til ráðstafana og tekjuöflunar vegna dýrtíðar og erfiðleika atvinnu- veganna. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 58 7. maí 1946 um menntaskóla. Frv. til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að innheimta ýmis gjöld 1947 með viðauka. Frv. til laga um, að ákvæði samnings frá 7. okt. 1946 við Bandaríki Ameríku, er varða aðflutnings- gjöld o.fl. skuli öðlast gildi. Frv. til laga um viðauka við lög nr. 95 23. júní 1936 um heimilisfang. Frv. til laga um tekjuskattsviðauka árið 1947. Frv. til laga um varnir gegn útbreiðslu næmra sauðfjársjúkdóma og útrýmingu þeirra. Frv. til laga um eftirlit með skipum. Frv. til laga um matsveina- og veitingaþjónaskóla. Frv. til laga um iðnfræðslu. Voru öll frumvörpin samþykkt nema það síðast nefnda, sem ekki varð útrætt. Þá lagði ríkisstjórnin fram frumvarp til fjárlaga fyrir 1947, sem getið verður síðar. Það er sameiginlegt öllum ofangreindum frumvörpum, er snerta fjárhagsmálefni, fyrir utan fjárlögin, að þau mæla fyrir um framleng- ingu á eldri lagaákvæðum. Frumvarpið varðandi menntaskóla var flutt til að greiða úr kjaradeilu við menntaskólakennara. Frumvarpið varð- andi heimilisfang var flutt að ósk utanríkisráðuneytisins um lögheimili starfsmanna þess í Reykjavík, þótt þeir störfuðu erlendis. Frumvarpið um eftirlit með skipum var endurflutt frá síðasta þingi og lagt var til, að Matsveina- og veitingaþjónaskólinn yrði stofnaður, af því að hús- næði var að myndast fyrir hann í byggingu sjómannaskólans. I umræðum um frv. til laga um tekjuskattsviðauka 1947 við 2. um- ræðu í Ed. 30. október 1946 gerði Gísli Jónsson eftirfarandi athuga- semd í ræðu (Alþt. 1946 B 61) : „ . . . Hér er nú starfandi ráðherra, sem hefur fengið lausn, og vitum við ekki, hver eftirmaður hans verð- ur, og vil ég því stöðva þetta mál þar til fjáröflunarmál ríkisins yrðu tekin fyrir í heild, enda er frumvarpið upphaflega aðeins til bráða- birgða.“ Fjármálaráðherra, Pétur Magnússon, sagði í svarræðu sinni, að hann legði ekki áherslu á afgreiðslu málsins, enda giltu lögin, sem verið væri að framlengja til áramóta. Var málið ekki á dagskrá að nýju, fyrr en ný stjórn hafði verið mynduð. Starfsstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem sat frá 2. nóvember 1949 til 6. desember 1949, lagði fjölmörg frumvörp fyrir Alþingi, þessi: Frv. til laga um öryggisráðstafanir á vinnustöðum (endurflutt, ekki útrætt). Frv. til laga um breyting á lögum nr. 3 14. febrúar 1949 um samkomudag reglulegs Alþingis 1949 (staðfesting á brbl. samþykkt). Frv. til laga um togarakaup ríkisins (staðfesting á brbl. samþykkt). Frv. til laga um viðauka við lög nr. 100 29. desember 1948 um dýrtíðar- ráðstafanir vegna atvinnuveganna (staðfesting á brbl. ekki útrætt). 11

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.