Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Side 26
eins og áður er getið) og 7. mars 1950 hafi aðildarskjal Islands verið
afhent, en þá sat einnig starfsstjórn.
10. maí 1956 var gert viðskiptasamkomulag við Brasilíu.
12. maí 1956 vai’ birt auglýsing um, að 4. maí 1956 (á tíma starfs-
stjórnar) hafi verið undirritað samkomulag um viðskipti milli íslands
og Svíþjóðar frá 1. apríl 1956 til 31. mars 1957, en samkomulagið var
gert á grundvelli viðskiptasamnings landanna frá 19. júní 1947.
2. júlí 1956 var birt auglýsing um, að með orðsendingu dags. 4. júní
1956 hafi verið gert samkomulag milli Islands og Bandaríkjanna um
að almennar vegabréfsáritanir skuli frá 1. ágúst 1956 gefnar út til
fjögurra ára í einu.
31. júlí 1974 var birt auglýsing um afnám vegabréfsáritana milli
Islands og Indlands á grundvelli erindaskipta, sem gengu milli land-
anna, áður en stjórnin baðst lausnar, en tók gildi á tíma starfsstjórn-
ar, þ.e. 1. ágúst 1974.
17. ágúst 1978 var með orðsendingaskiptum milli sendiráðs íslands
og bandaríska utanríkisráðuneytisins gengið frá samkomulagi um
breytingu á viðbæti við loftferðasamning milli Islands og Bandaríkja
Ameríku frá 27. janúar 1945 (þ.e. um rétt Flugleiða h.f. til að lenda í
Baltimore).
g) Stjórnarráðsbréf, auglýsingar, reglugerðir o.fl.
Hér verða tíundaðar helstu stjórnarathafnir samkvæmt B-deild
Stjórnartíðinda. Ekki er getið um breytingar á gjaldskrám, staðfest-
ingu á samþykktum sveitarfélaga eða staðfestingu á skipulagsskrám
sjóða eða allar aðrar afgreiðslur, heldur stiklað á því, sem helst er
talið eftirtektarvert. Rýmisins vegna verða efnisatriði ekki rakin.
16. september til 21. október 1944 voru birt 15 stjórnarráðsbréf,
auglýsingar, reglugerðir o.fl. þ. á m. auglýsing um afnám réglugerðar
nr. 75 16. maí 1944 um skömmtun á kaffibæti, reglugerð um breyting
á reglugerð nr. 57 17. apríl 1944 um breyting á reglugerð nr. 133 28.
desember 1936 um tekjuskatt og eignarskatt.
10. október 1946 til 4. febrúar 1947 voru bii’t 66 stjórnarráðsbréf,
auglýsingar, reglugerðir o.fl. þ. á m. reglugerð um einkennisbúninga
héi’aðsdómara, hreppstjóra, tollgæslumanna og bifreiðaeftii’litsmanna
og sérstakra löggæslumanna, reglugerð um tunnuvei’ksmiðju ríkisins,
reglugerð um mjólk og mjólkurvörur, auglýsing um staðfestingu fé-
lagsmálaráðuneytisins á samþykktum byggingai’samvinnufélaga, aug-
lýsing um notkun heimilda vegna framkvæmda almannati’yggingalaga,
20