Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Page 30

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Page 30
h) Embættaveitingar. Ekki verða embættaveitingar hér tæmandi taldar, en stuðst er við yfirlit yfir embætti og sýslanir m.m. í B-deild Stjórnartíðinda svo lang't sem það nær. 16. september til 21. október 1944 er skipað í 11 kennaraembætti, skipaður hæstaréttardómari, dósent við Háskóla íslands, ráðunautur við sendiráð Islands í London og 1. sendiráðsritari við sendiráð Islands í Washington, héraðslækni veitt lausn, sóknarpresti veitt lausn, héraðs- læknir skipaður, skipaðir dómendur í Félagsdómi til þriggja ára, þrír vararæðismenn skipaðir og ráðinn útgefandi Stjórnartíðinda. 10. október 1946 til 4. febrúar 1947 eru 7 kennarar skip&ðir, sóknar- prestur skipaður, skipaður formaður útvarpsráðs, sendifulltrúa veittur titill sem sérstakur sendiherra og ráðherra með umboði, íþróttanefnd skipuð til þriggja ára, skipaður vararæðismaður, 1. sendiráðsritari skipaður deildarstjóri og gerður að „legationsráði", sandgræðslustjóra veitt lausn að eigin ósk og nýr skipaðui', skipaður raforkumálastjóri, skipaður rafmagnsveitustjóri, skólastjóra á Hvanneyri veitt lausn og nýr skipaður, skólastjóra Gágnfræðaskólans á Akranesi veitt lausn og nýr skipaður, skipaður kennari á Hvanneyri, skipaður ritari í mennta- málaráðuneyti, settur forstjóri Brunabótafélags Islands, sóknarpresti veitt lausn. 2. nóvember 1949 til 6. desember 1949 er skipaður skólastjóri, skip- aður sóknarprestur, fulltrúi í atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu skipaður til að vera fulltrúi I-flokks í dómsmálaráðuneyti, settur full- trúi í sjúkramáladeild stjórnarráðsins skipaður fulltrúi í félágsmála- ráðuneytinu, ráðinn ráðunautur félagsmálaráðuneytisins um styrk- veitingar til sjúklinga samkvæmt ríkisframfærslulögum nr. 78 1936, aðalendurskoðandi ríkisins leystur frá störfum að eigin ósk og nýr skipaður, fulltrúi skipaður í fjármálaráðuneytinu, fulltrúi í heilbrigðis- málaráðuneytinu fluttur í félagsmálaráðuneytið, skipaður skólastjóri barna- og unglingaskóla, skrifstofustjóra viðskiptaráðuneytisins veitt lausn og nýr skipaður, fulltrúi skipaður í viðskiptaráðuneytinu, íþrótta- nefnd skipuð til 3ja ára, leyfisbréf veitt fjórum læknum, formaður útvai'psráðs skipaður, héraðslæknir á Isafirði settur til þess fyrst um sinn að gégna ögur- og Hesteyrarhéruðum ásamt sínu eigin héraði og 2 aðstoðarlæknar héraðslækna ráðnir. Tveir sendiherrar afhenda trún- aðarbréf sín á Spáni og í Hollandi. 2. mars til 14. mars 1950 er héraðslækni veitt lausn, vararæðismað- ur viðurkenndur, prófessor veitt lausn. 24

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.