Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 38
lagasetningar. Sú athugun, sem gerð hefur verið í sambandi við þessa
samantekt, leiðir í ljós, að á Alþingi hefur ekki komið fram gagnrýni
á það, að starfsstjórnir léggi almenn lagafrumvörp fyrir Alþingi. Sér-
stakt athugunarefni, sem ekki hefur verið kannað, er hvort þing-
mannafrumvörp séu tíðari á Alþingi á tímum starfsstj órna um þau
málefni, sem venja er, að fjallað sé um í stjórnarfrumvörpum. Rann-
sókn á þeim þætti verður að bíða betri tíma, en vera má, að svo hafi
verið. Er raunar eðlilegt, að á þann veg sé farið um málefni, sem ef
til vill hafa verið ástæðan fyrir því, að upp úr stjórnarsamstarfi slitn-
aði. Um þingsályktanir gildir hið sama og almenn lög. Engar hömlur
verða lagðar á starfsstjórnir varðandi framlagningu þingsályktunar-
tillagna.
Ástæða er til að fara nokkrum orðum um fjárlög og framlagningu
fjárlagafrumvarpa á tímum starfsstjórna. Augljóst er af yfirlitinu
hér að framan, að starfsstjórn getur ekki skotið sér undan að leggja
fjárlagafrumvarp fyrir Alþingi. Að vísu verður þess ekki krafist, að
þetta sé gert á fyrsta eða öðrum degi þingsins, en lengri dráttur en
tvær til þrjár vikur virðist ekki þolaður af þinginu. Starfsstjórn verð-
ur því að vinna að undirbúningi fjárlaga og miða störf sín við það,
að fjárlagafrumvarp verði lagt fram strax í upphafi þings. Á tímum
starfsstjórna hefur Alþingi hins vegar aldrei afgreitt fjárlög. Fjár-
lagaafgreiðsla er í raun mikilvægasta viðfangsefni sérhverrar ríkis-
stjórnar. Sú staðreynd, að fjárlög hafa ekki verið samþykkt undir
starfsstj órn, endurspeglar það pólitíska upplausnarástand, sem ríkir
á starfstíma hennar.
Starfsstjórnir hafa síðan 1944 fjórum sinnum staðið að útgáfu
bráðabirgðalaga, þ.e. þrisvar eftir þingrofið 27. mars 1956 fram til
kosninganna 24. júní og einu sinni á tímanum 27. júní til 1. september
1978. Af þeim níu starfsstjórnum, sem hér er um fjallað, hafa aðeins
þrjár setið, án þess að þing hafi setið eða komið saman á starfstíma
þeirra, þe. ráðuneyti Ólafs Thors 1956, Jóhanns Hafstein 1971 og Geirs
Hallgrímssonar 1978. Ekki er unnt að fóta sig á neinni reglu, sem
þrengir umboð starfsstjórna til útgáfu bráðabirgðalaga miðað við þá
venju, sem skapast hefur um mjög rúma túlkun á heimildinni til út-
gáfu bráðabirgðalaga hér á landi. 1 þessu tilviki eins og flestum öðrum
má setja fram dæmi um vafaatriði. Getur starfsstjórn t.d. ákveðið
með bráðabirgðalögum að breyta lögum nr. 3 1967 um samkomudag
Alþingis og fresta því fram yfir 10. október, að þing sé kallað saman?
Sú spurning um ábyrgð ráðherra, sem kynni að rísa af þessu tilefni,
á jafnt við, hvort sem um starfsstjórn eða skipaða ríkisstjórn er að
32