Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Qupperneq 46

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Qupperneq 46
Skerðingin bitnar því nær eingöngu á ríkisstarfsmönnum innan BHM, og búa 83% þeirra nú við skertar verðbætur. Sem dæmi um launamun háskólamanna hjá ríki og borg má nefna, að laun borgarstarfsmanna í Ifl. 110 eru 3,7% (kr. 11.735) hærri en ríkisstarfsmanna og í Ifl. 122 er munurinn orðinn 11,69% eða kr. 51.370. Reykjavíkurborg er stæsti vinnuveitandi háskólamenntaðra manna að ríkinu frátöldu. í báðum tilfellum er um að ræða opinbera starfsmenn, störfin eru yfirleitt algerlega hliðstæð og laun og önnur kjör hafa verið sambærileg. Þessi launamunur er því þæði óeðlilegur og óréttlátur og vart hægt að búast við, að ríkisstarfsmenn uni við hann til frambúðar. Samninganefnd ríkisins boðaði til samningafundar hinn 28. desember s.l. Fundurinn varð árangurslaus, og gekk málið því til sáttasemjara ríkisins. Tveir fundir voru haldnir á vegum sáttasemjara, en samkomulag tókst ekki, og gekk málið til Kjaradóms. Guðríður Þorsteinsdóttir. Kjaradómur gekk 4. mars í máli BHM gegn ríkissjóði, og er dómsorð þetta: ,,Frá 1. janúar 1979 skulu verðbætur á laun ríkisstarfsmanna í Bandalagi há- skólamanna reiknast skv. gr. 1.3.2. í aðalkjarasamningi aðila án annarrar skerð- ingar en leiðir af 1. — 3. gr. laga nr. 103/1978.“ 40

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.