Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 4
rétti, á félagaskrá, enda séu þeir ekki vegna lagaákvæða eða á annan hátt hindraðir í að stunda málflutningsstörf. Allir þeir, sem á félagaskrá eru, verða krafðir um félagsgjald nema þeir hafi deponerað leyfum sínum. í hinum nýju húsakynnum félagsins hefur verið farið af stað með námskeið fyrir lögmenn. Ef vel tekst til í vetur, verður reynt að koma þessari starfsemi í fast form og halda reglulega námstefnur, þar sem lögmönnum gefst kostur á að blása rykið af fræðum sínum og endurmennta sig undir leiðsögn góðra manna. Ekki ber að skilja þessi orð þannig, að ég telji lögmenn illa mennt- aða, síður en svo; hins vegar þurfa lögmenn sífellt að vera vel vakandi og halda þekkingu sinni við. I þessu sambandi er rétt að benda á þá staðreynd, að lítið kemur frá lögmönnum af greinum um lögfræðileg málefni. Ef til vill er þetta skiljanlegt, þar sem lögmannsstarfið er mjög erilsamt og sjaldan gefst tækifæri til fræðilegra starfa. Þetta er miður. Ég þykist þess fullviss, að mikinn fróðleik sé að finna í fórum lögmanna, sem á langri ævi hafa safnað í sarpinn og haldið til haga athugunum sínum á einstökum afmörk- uðum efnum. Mikill fengur væri að því, að lögmenn létu meira frá sér heyra og skrifuðu stuttar greinar um afmörkuð efni. Slík innlegg eiga sannan- lega rétt á sér. Ég vil nota þetta tækifæri til að hvetja lögmenn til þess að senda frá sér til birtingar greinar um lögfræðileg efni. Jóhann H. Níelsson. 174

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.