Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 23
Um skyldu konungs til landvarna og hlutverk hans þar eru engin ákvæði í Jónsbók. Landvarnarbálkur sá, er fylgdi norsku landslögun- um, var ekki í Jónsbók. ísland er svo fjarri öðrum löndum að ekki hefur verið talin hætta á árás og því ekki þörf á að skipuleggja land- varnir. Þá snerti réttur konungs til skattgjalds mjög stjórnskipunarstöðu hans. Sá réttur var reistur á Gamla sáttmála þar sem segir að Islend- ingar „játuðu ævinlégan skatt herra Hákoni konungi og Magnúsi kon- ungi . . . “ I Jónsbók er skattgjald nánar ákveðið í konungsþegnskyldu, 1. kap. Ekki eru í Gamla sáttmála ákvæði um að konungur taki sak- eyri, en í Jónsbók er kveðið á um ýmsar sektir sem renna til konungs. Þar er sérstaklega að nefna þegngildi, sem var sekt sú er vegandi eða sá sem á saknæman hátt hafði valdið dauða manns, skyldi greiða kon- ungi enda teldist það ekki níðingsverk sem varðaði upptöku eigna.21 Af þessu er ljóst að með lögfestingu Jónsbókar var að rísa á legg mið- stýrt ríki sem var persónugert í konunginum. Kynntust Islendingar þá fyrst í eigin landi „ríkinu“, þessari þjóðfélagsstofnun sem valdhafar beittu síðan löngum til að hlutast til um líf manna og athafnir. Þótt valdi þess væru reistar ýmsar skorður, hafði hér orðið gerbreyting frá því sem fyrr var. Skorðurnar lutu einkum að því að konungur var bundinn við hin fornu lög og gat ekki breytt þeim að eigin vild eins og fyrr sagði. Sú hugmynd stóð föstum rótum í fortíðinni og varð langlíf. Hún hafði verið stað- fest í Gamla sáttmála 1262-64, eins og fyrr er getið, var ítrekuð í Gamla sáttmála 1302 og áréttuð í almúgans samþykkt 1306. Ekki verður annað séð en gengið sé að henni vísri í hyllingarskjalinu 1319, þegar íslendingar hylltu Magnús konung Eiríksson, þótt ekki segi það berum orðum. 1 Skálholtssamþykkt, sem talin hefur verið frá 1375, segir meðal annars, að menn vilji „halda alla þegnskyldu við konugdóminn og hafa lög og landsrétt eftir því, sem vor landslágabók vottar, sem hér er svarin með konunganna lögteknum réttarbótum".22 1 Áshildarmýrarsamþykkt frá 1496 var sáttmálinn, líklega frá 1302, tekinn upp og þess krafizt að hann væri haldinn.23 Þá má nefna Kalmanstungubréf Jóns biskups Arasonar frá 1541. I því lýsir hann sig fúsan til að hylla og halda konung og gjalda honum þann skatt og skyldur sem konungsins þégnum ber að veita réttum Noregskonungi „eftir þeim svörnum sáttmála sem vér og vorir for- feður hafa fyrir oss játað“. Og eftir að þetta hefur verið áréttað segir: „En samþykkja munum vér beztu manna ráð og samþykktir þær sem 193

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.