Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Page 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Page 31
hliðsjón af athugasemd greinargerðar og efnisrökum má ætla, að við- hafa skuli sömu málsmeðferð varðandi breytingar og niðurfellingu ráðstafana skv. 62. gr., hverjar sem þær eru. Gildir það m.a. um skipun tilsjónarmanns, málssóknarfrest, form ákvörðunar og málsskot. Allar breytingar á ráðstöfunum takmarkast við heimildir 62. gr., eins og þær eru skýrðar. Skipta má um úrræði innan marka 62. gr., m. a. þannig að gripið sé til vægari úrræða en áður eða til harðari úrræða. Hinn síðari kostur er tiltækur, þótt ekki hafi verið gerður fyrirvari um hann í upphaflegum dómi. Það gæti þó kannski verið ráðlegt að setja slíkan fyrirvara í dóm, dómþola til aðhalds og viðvörunar, ef vafi leikur á, að hinar vægari ráðstafanir dugi.1) Þar sem úrræði 62. gr. eru ekki tæmandi talin, er dómstólum heimilt að velja önnur sambærileg úr- ræði, sbr. bls. 198. Óheimilt er aftur á móti að ákvarða dómþola refsi- viðurlög í stað úrræða 62. gr., hvort sem refsing er skilorðsbundin eða ekki. Ákvæðin um skilorðsdóma áskilja, að sökunautur sé sakhæfur og móttækilegur fyrir refsingu, sbr. 15. og 16. gr. hgl. Ekki verður heldur gripið til annarra sjálfstæðra og ólíkra viðurlágategunda, t.d. öryggis- ráðstafana skv. 67. gr. eða réttindasviptingar skv. 68. gr. hgl. Stjórnvald það, er annast framkvæmd dóms skv. 62. gr., hefur tak- markað svigrúm til breytinga án atbeina dómstóla. Það ræðst nokkuð af því, hversu nákvæm og sérgreind dómsákvörðunin er eða þarf að vera. Þegar öryggisgæzla er dæmd, er stjórnvaldinu yfirleitt látið það eftir að velja vistunarstað og ákveða annað, er vistunina varðar. En stjórnvaldið getur ekki breytt efni dómsins, hvorki skipt um úrræði né fellt þau niður. 4. Lausn úr öryggisgæzlu. f 62. gr. hgl. eru reglur um málsmeðferð eftir uppkvaðningu dóms í ótímabundna öryggisgæzlu eða annars konar hælisvist. Hæstiréttur skal jafnan skipa hinum dæmda tilsjónarmann, sem á að hafa eftirlit með því, að dvöl hans á hælinu verði ekki lengri en nauðsyn ber til. Ekki er ljóst af lögunum, hvenær og hvernig skipun tilsjónarmanns skal bera að. Ekki er skylt að áfrýja öryggisgæzlu- dómum til Hæstaréttar, sbr. 175. gr. oml. Tilgangur 62. gr. hlýtur að vera sá, að skipun tilsj ónarmanns fari fram sem fyrst, eftir að dómur er upp kveðinn. Engar skýringar er á því að finna í 62. gr. eða í greinargerð, hvað átt sé við með orðunum viðeigandi hæli. Af upphafi 62. gr. sést, að ekki er ætlazt til, að slík hælisvist fari fram í refsivistarstofnun, þótt svo hafi oft farið í framkvæmd, sbr. forsendur héraðsdóms í Hrd. XLV, 1) Sjá Stephan Hurwitz, Den danske Kriminalret, Alm. del, bls. 480. 201

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.