Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 17
Um athugasemdir bænda segir Ólafur Lárusson í ritgerð í Skírni 1930U0 Ekki verður sagt að neinnar ákveðinnar stefnu verði vart í þeim, nema ef vera skyldi þeirrar, að standa á móti nýmælum um bún- aðarlöggjöfina, er viku frá þeim reglum, sem áður höfðu gilt, og er þó langt frá því, að þeirri stefnu sé haldið með nokkurri sam- kvæmni. — Og enn fremur segir hann: Hvergi er vikið að neinum höfuðatriðum löggjafarinnar. Maður getur eigi varizt þeirri hugsun, að þessi andmæli þeirra gegn bók- inni séu einkum framkomin vegna tortryggni þeirra við konungs- valdið, að þeim hafi fundizt þeir verða að vera í andstöðu við það, og tínt því til þessi atriði úr bókinni, nokkuð af handahófi, og eigi hirt um þó að þau væri smávægileg flest öll. Þetta verður að telja ofmælt. Þegar hugað er að einstökum athuga- semdum orkar ekki tvímælis að bændur hafi fylgt nokkuð ákveðinni stefnu þótt hún verði ef til vill ekki talin jafnfastmótuð og stefna biskups og hans manna. Grundvallarafstaða þeirra felst í þessum orð- um Árnasögu: Að vilja það „hafa og halda sem Magnús kóngur gaf þeim að allir menn sé frjálsir í þessu landi sínu góssi að ráða .. . “ og að „öll falslaus kaup skyldu föst vera, þau sem einskis manns rétti væri hrundið í ... “ þ.e. þau kaup „sem vottar vissu og handsöluð væru prettlaus og véllaus, og þeir menn keyptust við sem kaupum ætti að ráða.“ Verður ekki annað séð en athugasemdir bænda við einstök ákvæði bókarinnar séu í þessum anda. Þeir leitast við að tryggja sér frelsi til að skipa málum sínum með samningum án íhlutunar konungsvalds og eftir því sem tíðkazt hefði; þeir vilja vera frjálsir að því að nýta eignir sínar og ráða athöfnum sínum. Hér skiptir ekki máli þótt ríkisbændur hafi ráðið ferðinni. Þetta sýna einstakar athugasemdir bænda sem brátt verða raktar þótt ekki sé unnt hér að gera tæmandi grein fyrir þeim. í sögunni segir að bændur hafi viljað að þeir menn, sem keyptist við, „ættu kaupum sínum að ráða um gifting kvenna“ sem hefur þá meðal annars falið í sér andstöðu við ófrávíkjanleg fyrirmæli í kvennagift- ingum 2 um skiptingu á félagsbúi hjóna og ef til vill einnig við ákvæð- ið í kaupabálki 12 þar sem meðal annars er boðið að bréfa öll skilorð sem menn gera í kvennagiftingum en hvorttveggja var nýmæli. Einnig vildu þeir að kaupunautar réðu um „leigu manna sem um önnur kaup“ 187

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.