Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 21
og þá um leið dómsýslu, staða konungs gagnvart kirkju, hlutverk hans í stjórngæzlu og stjórnarframkvæmd, þar með landvörnum, og loks réttur konurigs til skatts. Á Islandi hvíldu völd konungs á Gamla sáttmála 1262-64, sbr. síðari endurnýjanir hans, og þar var ennfremur kveðið á um þær skorður sem konungsvaldi skyldu reistar. Einnig skiptir hér máli hirðskrá, lögin sem hirðmenn konungs lutu, þ.á m. hinir íslenzku, en um hana verður ekki fjallað hér enda snertir hún einungis fámennan hóp. I Gamla sáttmála segir ekkert um konungaskipti. Noregur varð erfðaríki 1260, og í þeim bálki Jónsbókar sem ber heitið konungsþegn- skylda er kveðið á um konungserfðir. Um það hefur raunar verið deilt hvort kaflinn hafi upphaflega staðið í Jónsbók en ekki verður fjölyrt um það hér. Reyndin varð sú að eftir honum var farið; íslendingar hylltu jafnan þann sem var réttur konungur í Noregi, oft með tiltekn- um skilyrðum. Um afstöðu konungs til landslaga er undirstöðureglan í Jónsbók sú að hann er bundinn við þau eins og þegnar hans. Honum er skylt að gæta hinna fornu laga og bæta þau með ráðum og atkvæði landsmanna, sbr. kristindómsbálk (konunga erfðatal) 8. Var þetta í samræmi við langa hefð og skilyrði Islendinga í Gamla sáttmála um að konungur léti þá „ná . . . íslenzkum lögum“. Skipan mála var þannig ekki í sam- ræmi við skoðanir Loðins lepps á Alþingi 1281.16 Um kirkjuna er Jónsbók á hinn bóginn fáorð, m.a. vegna ágreinings sem var milli oddvita ríkis og kirkju um þessar mundir. I fyrsta kapítula kristindómsbálks er einungis kveðið á um að öllum sé skylt að halda kristilega trú og á eftir fylgir ágrip af trúarjátning- unni. Um höfuðágreiningsefnið, hvert skuli vera vald konungs og biskups, segir hins vegar: „hefir konungur af guði veraldlégt vald til veraldlegra hluta en biskup andlégt vald til andlegra hluta og á hvor þeirra að styrkja annars mál . .. “ sbr. kristindómsbálk 2. kap. Hér býr að baki sú hugmynd að jafnræði skuli vera með konung- dómi og kirkju og var það í samræmi við kenningar ýmissa stjórnspek- inga á miðöldum.17 Um aðferðina við lagasetningu er Jónsbók fáorð. 1 þingfararbálki, 4. kap., er gert ráð fyrir að ákvæði skorti í lögbókinni. Skal þá hafa það sem allir lögréttumenn verða ásáttir um, ella ráði lögmaður og þeir sem honum fylgja. Þeirri niðurstöðu getur konungur hrundið í samráði við ráðgjafa sína — „með skynsamra manna ráði“. Hér ber að hafa í huga að ekki var greint á milli löggjafarvalds og dómsvalds með sama hætti og nú er gert. 191

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.