Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Side 7
lauk stúdentsprófi 1919. A5 prófi loknu mun Ingólfur hafa hugsað til náms í efnafræði og eðlisfræði, en á þeim tíma voru ekki þeir styrkir og lán, sem síðar komu til, svo að Ingólfur settist í lagadeild Háskóla Islands og lauk lög- fræðiprófi 24. júní 1925. í heimahúsum hafði Ingólfur kynnst hinum nýju þjóðfélagshreyfingum, enda hafði Friðfinnur afi hans verið einn af forystumönnum Verkalýðsfélags Akur- eyrar og gjaldkeri þess í mörg ár, og Jón faðir Ingólfs var með í stofnun félagsins. Ingólfur komst því strax inn í hina pólitísku iðu og beitti sér fyrir endurreisn sjómannafélagsins á Akureyri og var í framhaldi af því kosinn fulltrúi þess á þing Alþýðusambands Islands. Leiddi þetta til þess, að Ing- ólfur gerðist blaðamaður við Alþýðublaðið frá stofnun þess 1919 til 1922. Hann var prentsmiðjustjóri á Akureyri 1922 til 1926. Málflutningsmaður á Ak- ureyri 1925 til vors 1926. Bæjarráðsmaður var hann svo á ísafirði frá 1. júní 1926 til 31. jan. 1930 og bæjarstjóri þar frá 1. febrúar 1930 til 1. febrúar 1934. Þá fluttist hann til Reykjavíkur og stundaði þar málflutning og önnur lög- fræðistörf svo sem endurskoðun hjá embættismönnum og ýmis setudómara- störf. Hann varð hdl. 20. jan. 1940 og hrl. 7. maí 1955. Ingólfur gerðist fulltrúi, ráðningarstjóri og málflutningsmaður hjá Skipaút- gerð ríkisins frá 1. júlí 1945 til 1. júlí 1967. Hann var kjörinn af Alþingi í Landshafnarstjórn Keflavíkur og Njarðvíkur 29. apríl 1946 til 1949, fulltrúi var hann í sjávarútvegsnefnd og útgerðarráði Reykjavíkur, skipaður í milli- þinganefnd um endurskoðun framfærslulaga og afstöðu foreldra til óskilget- inna barna o.fl. 7. sept. 1946. Læt ég þessu lokið hér, en mörgum öðrum störfum gegndi Ingólfur, sem hér verða ekki talin t.d. þýddi hann margar bækur á íslensku og var ötull félagi í stjórnmálaflokkum. Ingólfur Jónsson var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ingibjörg Steinsdóttir leikkona og áttu þau 5 börn. Síðari kona hans var Sóley Sigurðardóttir Njarð- vík og eignuðust þau 4 börn. Er Ijóst, þegar litið er yfir æviferil hans, að Ingólfur var fjölhæfur maður og áhugasamur og lét flest þjóðfélagsmál til sín taka. Oft gustaði af honum, enda maðuirnn fasmikill og með mörg járn í eldinum, en þó var hann hinn hógværasti í allri viðkynningu og Ijúfur við hvern sem var. Hann treysti mönnum yfirleitt vel að fyrra bragði, en varð þungur, ef honum fannst menn bregðast trausti hans. Ég, sem þetta rita, kynntist fljótt Ingólfi Jónssyni, er ég hóf lögmannsstörf, og líkaði mér ávalt vel við hann. Mátti alltaf treysta orðum hans, og í störf- um sínum'fylgdi hann þeirri prúðmennsku og kurteisi við starfsbræður sína, sem var aðall hinna eldri lögmanna, eftir að þeir lögðu alveg af persónuleg hnútuköst og ýfingar hver við annan, sem mjög hafði áður gætt. Má fullyrða, að Ingólfur hafi verið vel metinn af öllum, sem kynntust honum, og engan óvin átt, er hann safnaðist til feðra sinna. Egill Sigurgeirsson. 177

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.