Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 41
Þegar Kanadamenn tala um stjórnarskrá sína, eiga þeir við ýmis lög og aðrar réttarheimildir. Af settum lögum er helst að geta Bresku Norður-Ame- ríku laganna frá 1867. í lögum þessum sagði að breytingar á þeim skyldu gerðar á þinginu í London eftir tillögum frá Kanada. Þetta var gert 23 sinnum á 115 árum. Stjórnskipunarlögin, sem sett voru í fyrravor, afnema lagasetn- ingarvald þingsins í London um kanadisk mál. Hin nýju lög hafa ýmis nýmæli að geyma. Þar á meðal er: Mannréttindaskrá, sem fyrr segir. Yfirlýsing þess efnis, að menningararfur Kanadamanna sé marggreindur. Yfirlýsing um rétt frumbyggja landsins. Yfirlýsing um tekjujöfnun milli fylkja, sem fara skal um hendur alríkisstjórn- arinnar í Ottawa. Yfirlýsing um alríkiseign á náttúruauðlindum. Ákvæði um, hvernig stjórnskipunarlögum landsins verði breytt. Auk áður- nefnds ákvæðis um, að slíkar breytingar megi hér eftir gera innanlands, þ.e. ekki á þinginu í London, eru reglur um, að breytingar megi gera með sam- þykki þingsins í Ottawa og þinga a.m.k. 7 fylkja, enda þúi í þessum fylkjum heimingur þjóðarinnar eða fleiri. Frá þessum reglum eru allfióknar undan- tekningar, sem að vissu marki gera fylkjum kleift að lýsa því yfir, að stjórn- skipunarbreytingar skuli ekki gilda um þau. Konungdæmið, skipun Hæsta- réttar og viss tungumálaréttindi standa nema bæði Ottawa-þing og öll fylk- isþingin vilji gera aðra skipan á. Hin nýju stjórnskipunarlög eru ekki algerlega ný stjórnarskrá, sem kemur í stað hinnar eldri. T.d. gilda lögin frá 1867 áfram með breytingum. Undirbúningi hinna nýju stjórnskipunarlaga var hraðað, eftir að tillögur, sem þá höfðu verið samdar, voru felldar í allsherjaratkvæðagreiðslu í Quebec- fylki í maí 1980. Eftir að tilraun til að ná almennu samkomulagi fór út um þúfur í september sama ár, fékk alríkisstjórnin samþykkta á þinginu í Ottawa tillögu um þreytingar, sem gera skyldi án samþykkis fylkjanna. Átta fylkis- stjórnir af tíu hófu málsóknir til að fá yfirlýsingar dómstóla um ólögmæti þessarar þingsályktunar. Áfrýjunardómstólar í Manitoba og Quebec töldu þingsályktunina fá staðist, en áfrýjunardómstóll Nýfundnalands taldi hana ólögmæta. Hæstiréttur Kanada kvað upp dóm 29. september 1981. Varð nið- urstaðan sú, að þingið í Ottawa hafi að formi til mátt gera ályktunina, en samþykkt ríkisstjórnarinnar um ný stjórnskipunarlög hefði ekki verið í sam- ræmi við þá venju, að lögunum frá 1867 yrði ekki breytt nema samþykki fylkjanna væri fengið í verulegum mæli (a „substantial measure of provincial consent“). Eftir viðræður náðist samkomulag milli stjórnarinnar í Ottawa og níu af tíu fylkisstjórnum í nóvember 1981. í samræmi við það fjölluðu þáðar deildir þreska þingsins um málið og samþykktu breytingu á lögunum frá 1867. Það var Quebec, sem skarst úr leik og vildi ekki fallast á hina nýju stjórn- skipun. Var því enn lýst yfir, þegar hún var formlega staðfest í apríl, en ekki mun það hafa verulega þýðingu. Önnur fylki í Kanada eru: Columbia, Alberta, Manitoba, Saskatchewan, Ontario, New Brunswick, Nova Scotia, Prince Edward Island og Newfoundland. (Heimild: Canada Weekly 28. apríl 1982). Þ. V. 211

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.