Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 39
Ríkisstjórninni var heimilað að staðfesta samkomulag íslands og Noregs um landgrunnið á svæðinu milli íslands og Jan Mayen. Áiyktunin um þetta efni var gerð 18. desember 1981. Með þingsályktun 25. febrúar 1982 var ríkisstjórninni falið að endurskoða lög um hlutafélög með hliðsjón af réttarstöðu smærri hlutafélaga. Hinn 20. apríl var ályktað að kjósa skyldi 7 manna nefnd til að gera heild- arúttekt á fangelsismálum og endurskoða lög og reglur þar að lútandi. Nefnd- in skal skila áliti jafnóðum og það liggur fyrir, er feli í sér: 1) Stöðu fangelsis- mála 2) Tillögur um brýnar úrbætur 3) Áætlun um æskilega framtíðarskipan fangelsismála. Nefndin var kosin á þingfundi 7. maí. í henni eiga sæti: Davíð Aðalsteinsson alþm., Salome Þorkelsdóttir alþm., Ólafur Þ. Þórðarson alþm., Jakob Havsteen lögfræðingur (formaður), dr. Bragi Jósefsson, Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur og Jósef H. Þorgeirsson alþm. Hinn 20. apríl var gerð ályktun um stöðu, þróunarhorfur og stefnumótun í upplýsinga- og tölvumálum. Var ríkisstjórninni falið að skipa nefnd í málið, sem m.a. skal benda á kosti varðandi stefnumótun og opinbera ákvarðana- töku á þessu sviði. Skal nefndin sérstaklega athuga aðlögun vinnumarkaðar- ins að tölvuvæðingunni. Nefnd þessi á að skila niðurstöðum og tillögum fyrir árslok 1982. Hinn 27. apríl var samþykkt svohljóðandi þingsályktun um ávana- og fíkni- efni: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram heildarendur- skoðun á því, hvaða leiðir séu helstar til úrbóta til að hamla frekar gegn inn- flutningi, tilbúningi, útbreiðslu og neyslu ávana- og fíkniefna. / Tillögur þar að lútandi liggi fyrir í árslok 1982.“ Þingsályktun var gerð 3. maí um að heimila staðfestingu fjögurra Norður- landasamninga um vinnumarkaðsmál og viðurkenningu starfsréttinda, þ.á m. að staðfesta samning um sameiginlegan norrænan vinnumarkað. Þ. V. NÝTT LÖGFRÆÐITÍMARIT Hið íslenska sjóréttarfélag, sem nýlega var stofnað, hefur hafið útgáfu tímarits um sjóréttarleg efni. Ber það nafnið Njörður. Tímaritinu er m.a. ætlað að flytja erindi, sem haldin verða á fræðafundum félagsins, auk annars fræði- legs efnis, er tengist sjórétti eða sjóvátryggingarétti. í 1. tbl. tímaritsins er birt erindi, sem Páll Sigurðsson hélt á fyrsta fræða- fundi félagsins, og nefnist það: „Nýmæli í björgunarrétti?" Er þar fjallað um tillögur stjórnskipaðrar nefndar um breytingar á VIII. kafla laga nr. 66/ 1963 o.fl. Félagsmenn í Hinu íslenska sjóréttarfélagi fá hið nýja tímarit sent ókeypis, en í lausasölu má fá það í Bóksölu stúdenta og hjá Páli Sigurðssyni dósent, Lögbergi. 209

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.