Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 16
ungsskipaður lögmaður hefði fengið vald til að dæma í málum sem undir kirkjuna heyrðu. 1 þriðja lagi andmælti biskup ákvæðum sem hann taldi þrengja efna- legt sjálfstæði kirkjunnar. Hann vildi því ekki samþykkja rétt konungs til fálkaveiða á hvers manns jörðu, og virðist sú athugasemd hafa verið tekin snemma til greina, sbr. landsleigubálk 58. 1 anda þessarar stefnu krafðist hann þess og að biskup réði hverjir skiptu tíundum á haust og vor og matgjöfum til fátækra en þetta náði ekki fram að ganga, sbr. erfðatal 31. Tíundarmál féllu raunar undir dómsvald kirkjunnar samkvæmt þeim réttarheimildum sem biskup studdist við — sættar- gerðunum í Björgvin 1273 og Túnsbergi 1277 — en hér gekk hann lengra en hann hafði gert í kristinrétti sínum, sbr. 22. kap, þar sem gert er ráð fyrir að hreppstjórnarmenn skipti. Loks andmælti biskup nokkrum ákvæðum um búnaðarmálefni, en þar hefur hann verið að verja hagsmuni kirkjunnar sem landeiganda og landsdrottins. Hér má sem dæmi nefna að biskup vildi ekki sam- þykkja að landsdrottinn væri ábyrgur ef hús féllu á menn og fénað en samkvæmt landsleigubálki 2 var landsdrottinn skyldur að fá leigu- liða við til að halda upp húsum en ábyrgðist skaða ella. Hefur biskup líkléga talið þetta of þunga skyldu enda viður oft vandfenginn. Ekki vildi biskup heldur samþykkja að skylda leiguliða til að hafa svo mörg hjón (vinnuhjú) að allar engjar væru á því landi unnar, sbr. lands- leigubálk 4. Virðist biskup hafa talið óhentugt að leggja slíka skyldu á alla leiguliða; hentugra að láta aðstæður ráða. Þá lagðist biskup gegn því ákvæði að fé skyldi rekið úr afrétt þegar 4 vikur lifa sumars, sbr. landsleigubálk 46. Þetta yrði væntanlega að fara eftir hentugleik- um í hverri sveit. Auk þessara hagsmuna hafa mannúðarsjónarmið að líkindum ráðið afstöðu biskups til sumra ákvæða eins og drepið var á fyrr. Þau hafa vafalaust ýtt undir andstöðu hans við það hverSu mörg óbótamál voru, sbr. mannhelgi 2, og ákvæðið um þá sem sjálfir týndu sér, sbr. mann- helgi 4. Þar var svo mælt að löglegir erfingjar sjálfsmorðingja skyldu einungis taka í arf helming eigna en hitt standa til þeirrar miskunnar sem konurigur vildi á gera eftir atvikum. Hér hefur biskup borið hag erfingja fyrir brjósti. Af þessum toga virðast og andmælin við lands- leigubálki 12. Þar var svo mælt að sá, sem vildi ekki selja hey og verðist heytöku oddi og eggju, skyldi vera ógildur hvort sem hann fengi sár eða aðrar ákomur og engin miskunn mælt fyrr en hann væri áður drepinn. Hefur biskupi vafalaust fundizt harðræði keyra hér úr hófi. 186

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.