Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 32
bls. 322 (328). Með þessu orðalagi er hugsanlega átt við það, að dóm- þolar skuli vistaðir á mismunandi stofnunum eftir aðstæðum og þörf- um hvers um sig, t.d. á sérstakri gæzlustofnun eða almennu geðsjúkra- húsi. Víst er, að stjórnvald það, er annast fullnustu dómsins, hefur talsvert svigrúm við val á vistunarstað og ákvörðun á öðru því, er vist- unina varðar. Dómsmálaráðherra getur ekki upp á eigin spýtur leyst dómþola úr öryggisgæzlu, hvort sem er með skilyrðum eða án. En ráðherra getur hvenær sem er, þegar honum þykir ástæða til, leitað úrlausnar héraðs- dóms, þai' sem hælið er, hvort gæzlan teljist lengur nauðsynleg. Þegar Vinnuhælið á Litla-Hrauni hefur verið notað sem vistunarstaður fyrir öryggisgæzlufanga, hafa losunarmál verið rekin fyrir sakadómi Ár- nessýslu. Nauðsynlegt er og lögskylt í hverju slíku máli að leita lækn- isumsagnar og leggja hana fram í málinu, áður en úrskurður er kveð- inn upp. Það er ekki lögbundið, að um eiginlega geðrannsókn sé að ræða. Ef geðlæknir annast hana, þarf það ekki heldur að vera sami læknir og annaðist hina upphaflegu geðrannsókn. Dómþoli getur ekki sjálfur leitað úrlausnar dómstóla um veru sína á hælinu, heldur verð- ur skipaður tilsjónarmaður hans að gera það. Tilsjónarmaður er bund- inn af ákveðnum málssóknarfresti, þótt dómsmálaráðherra sé það ekki. Tilsjónarmaður getur krafizt þess, þegar ár er liðið frá dómsuppsögn eða síðasta dómsúrskurði, eða fyrr, ef dómsmálaráðherra samþykkir, að málið skuli (að nýju) lágt undir úrskurð héraðsdóms, þar sem hæl- ið er, sbr. Hrd. XXII, bls. 356 (368). Ákvöi'ðun héraðsdóms um lausn úr hælisvist á að vera í úrskurðar- formi, sbr. Hrd. XLV, bls. 322, en hins vegar Hrd. XXII, bls. 356 (368). Úrskurð héraðsdóms má kæra til Hæstaréttar, sbr. 62. gr. i.f. Tilsjón- armaður og dómsmálaráðherra hafa málsskotsheimild þessa. Ríkissak- sóknari hefur ekki kæruheimild, sbr. Hrd. XLV, bls. 322. Engin heimild er til þess í 62. gr. að veita skilyrta Iausn. Heimilt verður það að teljast engu að síður, enda hafa íslenzkir dómstólar litið svo á, sbr. Hrd. XXII, bls. 356, og XLV, bls. 322 (328). Reglur 40.— 42. gr. hgl. um reynslulausn eiga ekki við um öryggisgæzlu, þótt til þeirra væri að vísu vitnað í Hrd. XXII, bls. 356. 202

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.