Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 42
Frá La adeild lláskólans SKÝRSLA UM LAGASTOFNUN HÁSKÓLAÍSLANDS 27. FEBRÚAR 1981 - 26. FEBRÚAR 1982 Starfslið: Þessir kennarar í fullu starfi störfuðu við Lagastofnun 1981-82: Arnljótur Björnsson, Björn Þ. Guðmundsson, Gaukur Jörundsson, Gunnar G. Schram, Jónatan Þórmundsson, Páll Sigurðsson, Sigurður Líndal, Stefán Már Stefáns- son og Guðrún Erlendsdóttir. Stjórn: Á fundi lagadeildar 27. febrúar 1981 voru þessir menn kosnir í stjórn stofn- unarinnar til næstu tveggja ára: Gaukur Jörundsson, Guðrún Erlendsdóttir, Jónatan Þórmundsson og Sigurður Líndal. Stjórn Orators, félags laganema, hefur tilnefnt Tryggva Gunnarsson, stud. jur. í stjórnina. Sigurður Líndal var kosinn forstöðumaður á stjórnarfundi stofnunarinnar 27. febrúar 1981. Stjórnin hélt einn fund á tímabilinu 27. febrúar 1981 — 26. febrúar 1982. Tveir almennir fundir voru haldnir í stofnuninni 8. mars og 25. september 1981. Ársfundur var haldinn 26. febrúar 1982. Rannsóknir 1980-81: Rannsóknar- og ritstörf kennara í fullu starfi við lagadeild sem teljast starfa við Lagastofnun Háskóla íslands voru sem hér segir: Arnljótur Björnsson: Ritstörf: Norskt rit um atvinnuslysatryggingar. (Ritfregn um bók Asbjörn Kjönstad: Yrkesskadetrygden. TL 31 (1981), bls. 33-35. — Skaðabótaréttur á undanhaldi. Löggjöf og tillögur um afnám skaðabótaréttar. TL 31 (1981), bls. 67-103. — Lækkun skaðabóta, þegar launþegi veldur tjóni í starfi. TL 31 (1981), bls. 150-157. — The main features of lcelandic Compensation Sy- stems. Scandinavian Studies in Law 1981. — Yfirlit yfir bótakerfi á islandi. Úlfljótur 34 (1981), bls. 17-40. Fyrirlestrar: Bótaskylda án sakar. Haldinn á fundi í Lögfræðingafélagi ís- lands 28. janúar 1982. 212

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.