Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 44
Fyrirlestrar: Lögfesting Jónsbókar 1281. Fluttur á fundi í Lögfræðinga- félagi Islands 21. nóvember 1981. Síðar fluttur í Ríkisútvarpið 24. janúar 1982. Stefán Már Stefánsson: Ritstörf: íslenskur gjaldþrotaréttur. Hið íslenska bókmenntafélag 1982 (402 bls.) Rannsóknir: Hefur fengist við rannsóknir á sviði gjaldþrotaréttar, og á sviði félagaréttar. Fyrirlestrar: ,,Skuldaröð“. Fluttur á fundi í Lögfræðingafélagi íslands. — Stjórn hlutafélaga. Fluttur á fundi Lögmannafélags íslands í janúar 1982. Skýrslur vantar frá Gauki Jörundssyni, Gunnari G. Schram og Páli Sig- urðssyni. Um útgáfu Lagasafns ') Á almennum fundi í lagastofnun 9. mars 1981 var samþykkt að leggja til við dómsmálaráðuneytið að hlutverkum við útgáfu safnsins yrði skipt sem hér segir, en drög að þessum tillögum höfðu verið afhent ráðuneytinu síðari hluta janúar 1980: I. Lagastofnun hafi með höndum þessi verkefni: 1. Að skipuleggja útgáfu lagasafnsins, búa handrit til prentunar og líta eftir framkvæmd verksins. 2. Að sjá um samningu efnisyfirlits, skráa og lykla. 3. Að annast allan prófarkalestur. 4. Að ráða ritstjóra einn eða fleiri og aðra starfsmenn til að vinna fram- angreind verkefni eftir því sem ástæða þykir til. II. Dómsmálaráðuneyti hafi með höndum þessi verkefni: 1. Að velja prentsmiðju og önnur bókagerðarfyrirtæki til prentunar og bókbands, og annast alla samningsgerð við þau. 2. Að ákveða ytra útlit ritsins, svo sem pappír, leturgerð, brot og band. 3. Að annast allar útborganir, aðrar fjárreiður og reikningshald vegna verksins. 4. Að sjá um dreifingu ritsins. III. Lagastofnun og Dómsmálaráðuneyti hafi þó samráð um öll atriði, er greinir hér að framan. IV. Lagastofnun og Dómsmálaráðuneyti ákvarði sameiginlega þóknun rit- stjóra og annarra starfsmanna, sem vinna að undirbúningi útgáfu. V. Lagastofnun láti í té án endurgjalds húsnæði og aðra aðstöðu til að vinna verkið. 1) Aðdragandi málsins er rakinn í skýrslu 1979—1980. 214

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.