Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 45
Dómsmálaráðuneyti greiði annan kostnað við verkið, svo sem laun ritstjóra og annarra starfsmanna, þ.á m. vélritara. VI. Forstöðumaður Lagastofnunar staðfesti alla reikninga fyrir verk, sem unnin eru í umsjá stofnunarinnar. VII. Lagastofnun fái endurgjaldslaust 25 eintök af lagasafninu í þeim búningi, sem það ber á almennum markaði. Voru þessar tillögur sendar ráðuneytinu i bréfi 20. mars 1981. Á almennum fundi í Lagastofnun 25. september 1981 var forstöðumanni falið að fara þess á leit við Dómsmálaráðuneytið að það tæki formlega af- stöðu til tillagnanna í bréfinu 20. mars. Á þessum sama fundi var einnig sam- þykkt að kjósa ritnefnd og hlutu þessir kosningu: Ármann Snævarr hæstaréttardómari, formaður Björn Friðfinnsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar Sigurður Líndal, prófessor. Ritstjóri lagasafns var kosinn Björn Þ. Guðmundsson, prófessor. Þá hafði vinna þegar verið hafin við lagfæringu texta undir umsjón for- stöðumanns Lagastofnunar og unnu við það laganemarnir Andri Árnason og Gylfi Gautur Pétursson. Með bréfi Dómsmálaráðuneytisins dags. 3. nóvember 1981 var sú tilhögun samþykkt, sem lýst hafði verið í bréfi Lagastofnunar 20. mars 1981. Var Ólafi W. Stefánssyni, skrifstofustjóra, falið að hafa umsjá með þeim þáttum, sem ráðuneytið skyldi fjalla um. Áhersla var lögð á, að verkinu yrði hraðað svo sem verða mætti, enda myndi ráðuneytið beita sér fyrir því, að full- nægjandi fjárveiting yrði veitt til þess. Til viðbótar þeim sem þegar voru nefndir hefur Lára Júlíusdóttir, lög- fræðingur verið ráðin til starfa við safnið. Ritnefndin hefur aðstoðað við undirbúning útboðs á verkinu og samnings- gerð. Hefur Björn Friðfinnsson einkum haft af því veg og vanda. Þá hefur hún rætt ýmisleg atriði um skipulag og aðra útgerð safnsins og hefur rit- stjórinn Björn Þ. Guðmundsson einkum haft frumkvæði í þeim efnum. Má þess fastlega vænta að senn sjái fyrir endann á þessum undirbúningsstörfum og útgáfan komist á fullt skrið.1) Fjármál: Gjöld Lagastofnunar 1981 voru kr. 27.321.—. Til ráðstöfunar voru kr. 44.220.—. Sigurður Líndal. 1) Birni Þ. Guðmundssyni var veitt lausn frá ritstjórnarstörfum við lagasafnið 31. mars 1982 að eigin ósk. i hans stað var Ragnhildur Helgadóttir lögfræðingur ráðin ritstjóri og hefur gegnt því starfi síðan. Þá hefur Lára Júlíusdóttir horfið til annarra starfa. 215

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.