Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 35
Hinn 11. desember 1981 varð LMFl 70 ára og efndi stjórn félagsins af því tilefni til afmælishófs í Átthagasal Hótel Sögu. Hófið sóttu um 150 manns. Frá norska lögmannafélaginu kom sem fulltrúi þess Terje Herrem hæstarétt- arlögmaður. Stjórn félagsins leitaðist við að kynna félagsmönnum möguleika notkunar tölva í lögmannsstarfi. Gekkst stjórnin fyrir kynnisferð lögmannna til Skýrslu- véla ríkisins og Reykjavíkurborgar dagana 9.-11. nóvember 1981, þar sem skoðaðir voru og kynntir ýmsir möguleikar til textavinnslu í tölvum. Hinn 14.- 20. mars 1982 stóð stjórn félagsins fyrir náms- og kynnisferð 35 lögmanna til Kaupmannahafnar, þar sem dómstólar og lögmannsskrifstofur voru heimsótt- ar auk þess sem upplýsingakerfi Datacentralens í Valby á sviði skattaréttar var skoðað. Hinar reglulegu nefndir félagsins höfðu ærinn starfa. Laganefndin gaf um- sagnir um fjölmörg lagafrumvörp og þingsályktanir. Kjaranefnd fjallaði um gjaldskrá félagsins, og gjaldskrárnefnd afgreiddi 19 erindi er til hennar bárust. Úr stjórn félagsins gengu Helgi V. Jónsson hrl., Svala Thorlacius hdl. og Ólafur Axelsson hdl. Formaður var kjörinn Jóhann H. Níelsson hrl. og með honum í stjórnina Garðar Garðarsson hdl, Skúli J. Pálmason hrl. og Þórður Gunnarsson hdl. Fyrir í stjórninni var Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Helgi V. Jónsson. VINSAMLEGAST GREIÐIÐ MÓTTEKNA GÍRÓSEÐLA SEM ALLRA FYRST H. N. TILKYNNIÐ FLUTNING Unnið er að endurskoðun félagaskrár Lögfræðingafélagsins og áskrifendaskrár Tímarits lögfræðinga. Vinsamlega látið vita um ný heimilisföng. Tilkynningar óskast sendar gjaldkera Lögfræð- ingafélagsins. Hann er: Valgeir Pálsson c/o Trygging h/f Laugavegi 178 105 Reykjavík 205

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.