Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 22
Reyndin varð sú að konungur fór með löggjafarvald ásamt Alþingi en það var á fleiri en einn veg hversu hlutverkum var skipt. Stundum virðist konungur hafa haft frumkvæði en oftast beindi Alþingi eða aðrar samkundur landsmanna því til konungs að hefjast handa um lagasetningu. Endanlegt samþykki Alþingis virðist þó alla jafna hafa verið áskilið. Einnig kom fyrir að Alþingi setti lög án alls atbeina konungs.18 Þegar lög voru ekki Ijós eða ákvæði vantaði voru gerðar samþykktir eða dæmdir dómar um þau álitaefni sem risu og á þann veg aukið við nýjum reglum. Annars verður að hafa það í huga, þegar staða Alþingis gagnvart konungsvaldinu er metin, að í Þingfararbálki 1-3 er gert ráð fyrir að umboðsmenn konungs, sýslumenn, nefni 84 bændur til þingreiðar og gildi sú skipan ævilangt. Síðan nefni þeir ásamt konungsskipuðum lögmanni 36 til lögréttusetu, en sú skipan gildir aðeins fyrir hvert þing. Þá var það og hlutverk konungs að gæta friðar og halda uppi lögum í þjóðfélaginu. Er m.a. vikið að þessu í Gamla sáttmála 1262-64 með orðunum: „Hér í mót skal konungur láta oss ná friði ... “ Þetta hafði verið skylda konungs frá fornu fari og varð einn vísir að því sem nú er kallað framkvæmdavald. Á Þjóðveldisöld hafði það verið í höndum sakaraðila sjálfs eða ein- stakra goða, en með Járnsíðu og Jónsbók hvarf það að mestu til kon- ungs og umboðsmanna hans, sýslumannanna. 1 Jónsbók er gert ráð fyrir því að refsivald sé að mestu komið í hendur konungs. Umboðs- menn hans hafa samkvæmt því ákæruvald 1 flestum sakamálum, þeir nefna leikmenn í dóma, 6 eða 12, og lögmaður nefnir menn í lögréttu- dóma á Alþingi. Þessir konungsskipuðu embættismenn staðfesta einnig dómana. Enn fremur annast sýslumenn framkvæmd allra líkamlegra hegninga. Ef refsing var sekt til einstaklings, bar sýslumanni að að- stoða dómhafa við aðför.19 Til styrktar konungi og öðrum stjórnarstofnunum var lögð refsing við ýmsum brotum gegn stjórnskipan og opinberu valdi. Þannig var það talið níðingsverk að ráða lönd og þégna undan konungi, sá var talinn óbótamaður er vóg lögmann fyrir rétta lögsögn og sektum varð- aði að verjast lögmætri aðför. Sektir voru lagðir við því að rjúfa dóm og gegna ekki ýmsum þegnskyldum svo sem að bera boð, flytja ómaga, synja aðstoðar við aðför, synja að handtaka sakamann eða að fylgja honum til refsingar. Enn fremur varðaði það sekt að sættast við þjóf og drepa þannig niður rétti konungs, en þetta ákvæði mun almennt hafa verið látið ná til launsátta.20 192

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.