Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Qupperneq 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Qupperneq 15
lög í málum sem henni heyra til, dómsvald í klerka- og kristinréttar- málum, umráð allra eigna hennar og aðra stjórn fjármála, skattfrelsi og óskoraður réttur til að taka við sálugjöfum manna. Loks er minnt á bannsakir sem menn fella á sig ef þeir brjóta boð og skipanir kirkj- unnar. Einstakar athugasemdir Árna biskups eru allar reistar á þessum grundvelli, og þeim má skipa í nokkra meginflokka:9 I fyrsta lagi þær er lúta að rétti kirkjunnar til sakeyris og dóms- valdi hennar í málum út af brotum á boðum og kenningu kirkjunnar. Biskup vildi samkvæmt þessu ekki samþykkja, að konungur tæki einn sakeyri af mönnum sem sekir yrðu um trúvillu, sbr. mannhelgi 2, sem sjálfir týndu sér, sbr. mannhelgi 4, af þeim sem vanræktu að gjalda hlut af helgra daga veiðum, sbr. landsleigubálk 69, eða gerðust sekir um meinsæri, sbr. þjófabálk 21. — Ennfremur taldi biskup óbóta- mál of mörg, sbr. mannhelgi 2. Flest þeirra voru einnig bannsakir svo að líklega hefur biskup talið gengið á dómsvald kirkjunnar auk þess sem mannúðarsjónarmið hafa ráðið. 1 öðru lagi snertu athugagreinir biskups dómsvald í tilteknum mála- flokkum sem kirkjan hafði löngum helgað sér, einkum þeim er lutu að hjúskap og erfðum. Sem dæmi má nefna að biskup vildi ekki samþykkja ákvæði bókar- innar um kvennagiftingar, sbr. kvennagiftingar 1, enda ætti biskup „að hafa dóm yfir hjúskaparmálum". Ekki vildi hann samþykkja fyrir- mæli bókarinnar um arftöku þeirra „sem giftast á laun, svo og prófan og dóm, hversu hver er löglega til arfs kominn“, sbr. erfðatal 21. 1 kristinrétti Árna, sem lögfestur hafði verið á Alþingi 1275, er lýsing forsenda fyrir gildum hjúskap, sbr. 23. kap., þannig að leynilegur hjú- skapur var ólöglegur. Þá andmælti biskup ákvæðum lögbókarinnar „um testament“. Ekkert segir að vísu í varðveittum textum Jónsbókar um erfðaskrár, svo að ákvæði þar að lútandi hafa snemma verið felld brott ef þau hafa verið í upphaflegri gerð. En athugasemd biskups get- ur átt við ákvæði í erfðatali 22 um gjafir, og hefur hann þá líklega talið að rétti manna til að gefa væru reistar of þröngar skorður. 1 kristin- rétti Árna er hins vegar ýtarlega sagt fyrir um erfðaskrár og fast á kveðið um frjálsan ráðstöfunarrétt. Ennfremur áskildi biskup kirkj- unni allan rétt um arfsöl, sbr. eríðatal 30, en ákvæðinu hefur bersýni- lega verið breytt að vilja biskups, ef til vill þégar á þingi 1281. Þá vildi biskup ekki samþykkja að einn væri lögmaður yfir lands- lögum og guðslögum. Reyndar er ekki ljóst við hvaða ákvæði er átt, en það hefði falið í sér mikla skerðingu á dómsvaldi kirkjunnar ef kon- 185

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.