Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 28
ar fullnægt. Hins vegar fellur slíkt ástand utan gildissviðs 62. og 63. gr., ef það kemur til sögunnar eftir að fullnaðardómur gengur, sjá 39. gr. hgl. Breytingar á afplánunarháttum af þessum sökum þarf ekki að bera undir dómstóla, og ákvörðun um óbreyttan vistunarstað verður víst ekki heldur borin undir dómstóla. Ennfremur er refsifullnustuað- ilum óskylt að hlíta þeim úrskurði læknis, að fangi sé óhæfur til að sitja í fangelsi, sbr. 2. mgr. 2. gr. rgj. nr. 260/1957. 3. Úrræði 62. gr. eru ekki tæmandi talin, og má því gera aðrar ráð- stafanir en þær, sem nefndar eru, en þó ekki neina, sem er annars eðlis eða þungbærari dómþola en gæzla á hæli, sbr. greinargerð og orðalag 62. gr. „að vægai'i ráðstafanir . .. komi ekki að notum.“ Þessar ráðstaf- anir eru sérstaklega tilgreindar í 62. gr.: Trygging, bann við dvöl á ákveðnum stöðum, svipting lögræðis og vistun á viðeigandi hæli. Með hinu síðastnefnda er fyrst og fremst átt við öryggisgæzlu. Hugtakið öryggisgæzla kemur ekki fyrir í lögunum, en það hefur lengi verið notað af dómstólunum, sbr. Hrd. XX, bls. 291; XXI, bls. 253. Stundum nota dómstólar orðalagið „að halda þurfi manni í örúggri gæzlu.“ Stöku sinnum virðist hafa verið dæmt til einhvers konar vægai'i hælis- vistar en öryggisgæzlu1). Til ráðstafana, sambærilegra þeim sem til- greindar eru í 62. gr„ mætti telja: Fyrirmæli um dvöl á ákveðnum stöðum, bann við því að umgangast ákveðna einstaklinga, bann við neyzlu áfengis, umsjón og eftirlit einstaklings eða stofnunar. Þá kem- ur og til greina ákvörðun um sj úkrameðferð, t.d. á göngudeild geð- sjúkrahúss, eða vistun á sjúkrahúsi eða hæli1). Ekkert er því til fyrir- stöðu, að beitt sé samtímis fleiri en einni tegund hinna vægari úrræða. III. SKILYRÐI ÖRYGGISGÆZLU OG ANNARRA ÚRRÆÐA SKV. 62. GR. HGL. Skilyrði ráðstafana skv. 62. gr. eru hin sömu, hverjar sem ráðstaf- anirnar eru. Þó kann mat á nauðsyn vegna réttaröryggis að vera eitt- hvað mismunandi eftir því, hversu afdrifarík þau úrræði eru, sem grip- ið er til. Ákvæði 63. gr. vísar til 62. gr. bæði um tegund úrræða og um skilyrði þess að beita þeim. 1. Háttsemi þarf að vera refsinæm og ólögmæt, sbr. greinargerð. Ef saknæmi er skilyrði refsiábyrgðar, verður að gera sömu kröfur vegna 1) Sjá Jónatan Þórmundsson, „Mat á geðrænu sakhæfi", Tímarit lögfræðinga, 1. hefti 1968, bls. 22. 198

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.