Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 38
um, en ella síðasta laugardag í júní. Þá segir, að menn haldi kosningarétti, þótt þeir tilkynni flutning eftir Norðurlandasamningi um almannaskráningu. Þá er ákveðið, að danskir, finnskir, norskir og sænskir borgarar eigi hér kosningarétt, ef þeir hafa búið hér á landi í 3 ár. Sjá og lög nr. 8 og 10/1982 um breyting á lögum um sveitarstjórnarkosningar nr. 5/1962. SamjDykkt voru lög nr. 24/1982 um flutningssamninga og ábyrgð viS vöru- flutninga á landi. Lög hafa ekki áður verið sett hér á landi um þetta efni. Frumvarpið var samið af nefnd, sem samgönguráðherra skipaði 1980, en í henni voru Ólafur S. Valdimarsson skrifstofustjóri, Jónas Þór Steinarsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna og Stefán Pálsson hrl., framkvæmdastjóri Landvara, landsfélags vörubifreiðaeigenda á flutningaleið- . um. Um atvinnuréttindi útlendinga voru sett lög nr. 26/ 1982, og koma þau í stað laga nr. 39/1951. Með lögum nr. 16/1982 um breyting á umferðarlögum nr. 40/1968 er breytt 1. mgr. 73. gr. laganna, eins og hún var eftir breytingu í lögum nr. 31/1980. Ákvæðið fjallar um skyldu til að endurgreiða vátryggingarfélagi allt að 1,25 0/00 af lögboðinni vátryggingarfjárhæð ökutækis. Dómsmálaráðherra skal ákveða fjárhæðina í auglýsingu. Áður skyldi hún vera 36.000 gkr. Með lögum nr. 33/1982 um breyting á lögum nr. 10/1960 um söluskatt voru gerðar breytingar á reglum um skattskil og skyld atriði. Eftir lögum nr. 49/1982 um breyting á lögum nr. 100/1952 um islenskan ríkisborgararétt fær barn íslenskt ríkisfang, ef það er skilgetið og faðir þess eða móðir er íslenskur borgari. Áður fékk skilgetið barn íslenskt ríkisfang ef faðir þess var íslenskur borgari. Fleiri nýmæli eru í lögum nr. 49/1982. í lögum nr. 50/1982 um breyting á lögum nr. 38/1973 um fangelsi og vinnu- hæli er breytt 12. gr. laganna um starfslið. Lög nr. 75/1982 um „breyting á almennum hegningarlögum .... og um breyting á sektarmörkum nokkurra laga“ varða 50. gr. hgl., sbr. lög nr. 34/ 1980, sem nú hljóðar þannig: ,,Eigi má beita hærri fésekt en einni milljón króna, nema heimild sé til þess í öðrum lögum.“ Þá er breytt sektarákvæð- um í 52 öðrum lögum. Lög nr. 57/1982 um breyting á firmalögum nr. 42/1903 og á lögum nr. 53/1963 um veitingasölu og gististaðahald o.fl. eiga að tryggja, að firmu og nöfn veitinga- og gististaða falli að íslensku málkerfi. Með lögum nr. 68/1982 um breyting á lögum nr. 35/1960 um lögheimili er breytt 3. mgr. 2. gr. laganna. Leiðir það nú ekki til breytingar á lögheimili, þó að menn dveljist á sérhönnuðum heimilum og íbúðum aldraðra og öryrkja, sem byggð eru í tengslum við þjónustumiðstöðvar aldraðra og heilsugæslu- stöðvar. Með lögum nr. 61/1982 er breytt 21. gr. laga nr. 36/1978 um stimpilgjald, sbr. lög nr. 82/1980, en lagagreinin fjallar um stimplun hlutabréfa. Með lögum nr. 67/1982 um breyting á lögum nr. 75/1973 um Hæstarétt var dómurum fjölgað úr sjö í átta og heimilað að ráða aðstoðarmann dómara. Ennfremur var heimilað að setja 3 dómara í tiltekinn tíma á árunum 1982 og 1983. Meðal ályktana sem samþykktar voru á Alþingi veturinn 1981-1982 voru þessar: 208

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.