Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 29
úrræða 62. gr., þ.e. að verk sé af ásetningi unnið eða, eftir atvikum, af gáleysi, sbr. 18. gr. hgl.1) 2. Nauðsyn vegna réttaröryggis. Við mat á þessari nauðsyn skiptir mestu máli, hvort hætta sé talin á frekari afbrotum ákærða í framtíð- inni og hversu mikil og nærlæg sú hætta sé. Matið er ekki bundið við sams konar eða eðlisskyld brot. Við uppkvaðningu dóms kann andlegt ástand ákærða að vera með þeim hætti, að lítil þörf sé talin fyrir ráð- stafanir skv. 62. gr., jafnvel þótt brot hans hafi verið alvarlegt. Á hinn bóginn geta horfurnar verið slíkar, að óhjákvæmilegt sé talið að dæma ákærða til að sæta öryggisgæzlu eða annars konar hælisvistun, þótt brotið sé fremur smávægilegt og mundi því varða sakhæfan mann skemmri refsivist (eða jafnvel fésekt) en nemur gæzluvist þeirri, sem ákærði má þola samkvæmt 62. gr. Afbrot það, sem málið snýst um, hefur ekki sjálfstætt gildi við ákvörðun úrræða skv. 62. gr., en getur ásamt öðru haft áhrif á mat dómstóla á nauðsyn ráðstafana vegna rétt- aröryggis. Sé afbrotið mjög alvarlegt, einkum manndráp af ásetningi, er yfirleitt ekki talið stætt á öðru en að dæma hinn brotlega til örygg- isgæzlu skv. 62. gr. Ætla má, að í slíkum tilvikum ráði ekki einvörð- ungu mat á ítrekunarhættu og önnur sérstök varnaðarsjónarmið, held- ur og að einhverju leyti almenn varnaðarsjónarmið og endurgjaldsvið- horf (fordæming, sefun o.fl.). Orðalag 62. gr. „ef nauðsynlegt þykir vegna réttaröryggis“ er mun rýrnra en það, sem segir í 67. gr. hgl. um, að maður sé „hættulegur umhverfi sínu“. Sú almenna ítrekunarhætta, sem höfð er í huga í 62. gr„ tekur einnig til minni háttar afbrota. Hættan þarf hvorki að vera jafnmikil né nærlæg og hætta sú, er 67. gr. tilgreinir. Þrátt fyrir þá hættu, sem fyrir hendi kann að vera skv. 62. gr„ má beita ýmsum vægari ráðstöfunum en hælisvist. Ákvæðið skyldar dómstóla raunar ekki til þess að beita neinum úrræðum 62. gr„ þar sem aðeins er um heimild að ræða. DómstóÍar geta því sýknað ákærða af kröfum ákæru- valdsins, hvað sem líður ofangreindum skilyrðum. IV. MÁLSMEÐFERÐ 1. Málshöfðun og kröfugerð. Ef vafi getur á því leikið, hvort söku- nautur telst sakhæfur eða móttækilegur fyrir refsingu skv. 15. og 16. gr. hgl„ er eðlilegast að gera ákæruskjal þannig úr garði, að krafa sé gerð um refsingu aðallega, en til vara um öryggisgæzlu eða önnur úr- 1) Sbr. Stephan Hurwitz, Den danske Kriminalret, Alm. del (1971), bls. 470. 199

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.