Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 5

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 5
ÁRMANN JÓNSSON t Ármann Jónsson, hæstaréttarlögmaður, and- aðist á gamlársdag 1981 að heimili sínu eftir alllanga vanheilsu rúmlega sextugur að aldri. Hann var fæddur á Hvammstanga 27. júní 1920. Ungur að árum fluttist hann með foreldr- um sínum að Heggstöðum í Ytri-Torfustaða- hreppi, er þau hófu þar búskap. Foreldrar hans voru hjónin Jón Pálsson Leví og kona hans Sig- urjóa Guðmannsdóttir. Hjá þeim ólst hann upp á Heggstöðum við sveitastörf og lífsbaráttu sveitafólks eins og hún gerðist á þeim tíma. Hann hóf námsferil sinn með því að fara í hér- aðsskólann á Fteykjum í Hrútafirði. Þaðan tók hann próf árið 1939. Síðan lá leiðin í Mennta- skólann á Akureyri, þar sem hann lauk stúdents- prófi vorið 1944. Um haustið innritaðist Ármann í lagadeild Háskólans og lauk kandidatsprófi í lögfræði 28. maí 1951 með I. einkunn. Að loknu lögfræðiprófi réðist hann til starfa hjá Skattstofu Reykjavíkur, þar sem hann vann að ýmsum málum, meðan heilsa og kraftar leyfðu, m.a. var hann lengi lögfræðilegur ráðunautur skattstjórans. Á árun- um 1965-1971 hafði hann þó lögmannsstörf að aðalstarfi, en hóf síðan aftur störf hjá Skattstofunni og vann þar til 1. desember 1980, að hann sagði starfi sínu lausu sökum heilsubrests. Ármanni voru veitt réttindi til mál- flutnings fyrir héraðsdómi 25. maí 1960 og fyrir Hæstarétti 9. júní 1966. Hinn 29. mars 1946 kvæntist Ármann eftirlifandi konu sinni Margréti Sig- urðardóttur verkstjóra á Reyðarfirði Sigbjörnssonar og konu hans Jóhönnu Guðmundsdóttur. Þau hjónin eignuðust fimm börn: Sigurð f. 12. nóvember 1947, Jón f. 20. desember 1948, Sigmar f. 13. október 1950, Guðmund Sigur- vin f. 9. desember 1951 og Jóhönnu Hrönn f. 23. apríl 1953. Leiðir okkar Ármanns lágu saman í Menntaskóla og Háskóla. Vorum við þá m.a. herbergisfélagar suma veturna. Leiddi af þessu, að náin kynni eða öllu frekar vinátta tókst milli okkar. Ármann var maður í meðallagi á hæð, en grannvaxinn. Hann var snyrti- menni mikið. Svipurinn var hreinn, og ákveðinn, bjó yfir dulinni kímni, græsku- lausri, sem ekki lét mikið yfir sér. Óvæntar og skemmtilegar athugasemdir gat Ármann gert um menn og málefni, ef svo bar við. Hann leyndi á sér þar eins og á fleiri sviðum. Ármann var maður gerhugull og fumlaus og gaf sér að jafn- aði góðan tíma til að gaumgæfa hlutina. Hann var hógvær og hlutlægur í 175

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.