Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1982, Blaðsíða 30
ræði skv. 62. gr. hgl., sbr. 2. mgr. 115. gr. oml. í framkvæmd tíðkast þó ekki að gera slíka varakröfu í ákæru. Hafa dómstólar látið sér nægja, að krafan komi fram í málflutningi. Ef litlar líkur eru til þess, að söku- nautur teljist sakhæfur eða móttækilegur fyrir refsingu, getur ákæru- valdið haft þann hátt á að höfða mál einungis til ákvörðunar um örygg- isgæzlu eða önnur úrræði skv. 62. gr. hgl., sbr. 10. tl. 2. gr. oml. 2. Form og efni ákvörðunar. Ákvörðun um ráðstafanir skv. 62. gr. verður að vera í dómsformi. Óheimilt er að gera dómsátt um þær, og gildir það jafnt um þær allar. Um málsskot til Hæstaréttar fer eftir reglum um áfrýjun opinberra mála. Afstaða dómstóla til kröfu eða annarrar málaleitunar varðandi lausn úr öryggisgæzlu (og endurskoð- un annarra úrræða) skal hins vegar vera í úrskurðarformi, sbr. Hrd. XLV, bls. 322. Úrskurði má skjóta til Hæstaréttar eftir reglum um kæru í opinberum málum, sjá nánar um meðferð endurskoðunar- og los- unarmála hér síðar. Engin lagaskylda er að skjóta dómum og dóms- úrskurðum varðandi þessi efni til æðra dóms. Öryggisgæzla hefur ekki verið dæmd í Hæstarétti um nokkurt skeið, sbr. þó sératkvæði í Hrd. LI, bls. 883 (889,908). Hins vegar hafa gengið allmargir dómar í hér- aði á síðari árum. Sú stefna er skýrt mörkuð í 62. gr., að dómstólar skuli ekki velja harðari úrræði en nauðsyn krefur hverju sinni. öll eru úrræðin ótíma- bundin í eðli sínu, en mjög ólík að öðru leyti. Enginn lágmarks- eða hámarkstími er tilgreindur í 62. gr. Sjálfsagt er heimilt að tiltaka í dómi eitthvert tímamark, er ráðstöfun skuli lokið.1) Það tíðkast þó ekki í framkvæmd að setja nein tímamörk í þessa dóma. Af þessu leið- ir, að mikilvægt er réttaröryggisins vegna, að skýrar lagareglur séu til um endurskoðun ákvörðunar, sjá 3. og 4. lið kaflans. 3. Endurskoðun ákvörðunar. I 62. gr. hgl. eru allítarlég ákvæði um málsmeðferð, þegar fjallað er um lausn úr öryggisgæzlu (eða annars konar hælisvist), sjá 4. lið. Hins vegar taka ákvæði þessi ekki beinlínis til endurskoðunar á öðrum vægari ráðstöfunum skv. 62. gr. I greinar- gerð er almenn athugasemd þess efnis, að þegar mál er að nýju borið undir dómstóla, hafi þeir heimild til þess að breyta ráðstöfunum eða fella þær niður eftir málavöxtum. Ætlun löggjafans getur engan veg- inn verið sú, að dómþola sé fyrirmunað að leita úrlausnar dómstóla um breytingar eða niðurfellingu á slíkum ráðstöfunum. Tæpast eru þó efnisrök til þess að túlka þögn ákvæðisins svo, að dómþoli eigi hér ríkari rétt til endurskoðunar en þegar um hælisvistun er að ræða. Með 1) Sjá Stephan Hurwitz, Den danske Kriminalret, Alm. del, bls. 477. 200

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.