Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Page 53

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Page 53
auk sérstaks úrlausnarvalds samkvæmt lögum um hlutaféiög og sam- vinnufélög. Ætlunin er hér á eftir að fjalla nánar um þetta dómsvald, að því leyti sem það snýr að réttarágreiningi í tengslum við skipti dán- arbúa. Þótt viðfangsefninu sé hér sniðinn þessi þröngi stakkur, eiga sömu reglur og sjónarmið að verulegu leyti við, þégar skilgreint er dómsvald skiptaréttar í tengslum við önnur verkefni hans en skipti á dánarbúum. 1 eftirfarandi umfjöllun er orðnotkun með þeim hætti, að ýmist er talað um viðfangsefni skiptaráðanda eða skiptaréttar. Er ekki til þess ætlast, að merkingarmunur felist í þessu mismunandi orðalagi. 2. UM RÉTTARHEIMILDIR I skiptalögum er að finna reglur, einkum í 33.-35. gr., sem afmarka lögsögu skiptaréttar gagnvart öðrum dómstólum til úrlausnar ágrein- ingsmála við skipti dánarbúa. Um málsmeðferð í þeim málum, sem til úrlausnar geta komið fyrir skiptarétti samkvæmt þessum ákvæðum, er ekki að finna sérreglur í skiptalögum, heldur er í 38. gr. þeirra mælt svo fyrir, að farið skuli „eftir réttarfarsreglum þeim, sem í gildi eru“. Tilvísun þessi á við lög um meðferð einkamála í héraði nr. 85/1936, hér eftir nefnd einkamálalög (eml.), og verður ekki skilin svo, að skiptalög ætlist til, að farið sé eftir þeim reglum um þetta efni, sem í gildi hafa verið við setningu þeirra, enda kveðið svo á í 223. gr. eml., að tiltekin ákvæði þeirra laga taki til málsmeðferðar fyrir skiptarétti. I 96. gr. skl. er að finna sérreglur um nokkur atriði varðandi málskot úrskurða skiptaréttar, en að öðru leyti eru reglur um það efni í lögum nr. 75/1973. Markús Sigurbjörnsson lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla íslands vorið 1979 og stund- aði síðan framhaldsnám i Danmörku frá 1. ág- úst 1979 til 31. janúar 1981. Lagði hann stund á einkamálaréttarfar við Det Retsvidenskabe- lige Institut í Kaupmannahafnarháskóla. Hann var fulltrúi bæjarfógetans í Keflavík frá árs- byrjun til maíloka 1979. Að námi loknu varð hann fulltrúi yfirborgarfógetans í Reykjavík frá 1. febrúar 1981 til 3. júní 1985, en þá var hann skipaður borgarfógeti i Reykjavík. Markús hef- ur undanfarin ár sinnt stundakennslu við laga- deild. 47

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.