Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Page 80

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Page 80
Sú niðui'staða að stefnendur hafi verið ráðnir skipverjar á Reyni GK er björgunin átti sér stað er líklega hafin yfir allan vafa. Þess er enn- fremur að geta að þrír af fjórum stefnendum voru yfirmenn þannig að uppsagnarfi-estur þein-a var þrír mánuðir, sbr. 2. mgr. 13. gr. sjóml. 67/1963. Sú röksemd skipverjanna að þeir hafi verið ráðnir í þjónustu útgerðarinnar án þess að vera skipverjar á Reyni stenst ekki. Slík staða er óhugsandi nema í þeim tilfellum að skipverjar séu ráðnir til útgerðar án þess að ráðningin taki til ákveðins skips. Slíkir ráðn- ingarsamningar munu fátíðir ef ekki óþekktir hér á landi. Meginspurningin sem þurfti að svara í málinu var hvort skipverjar gætu átt rétt til björgunarlauna fyrir þátttöku í björgun eigin skips. Skv. meginreglunni í 1. mgr. 164. gr. núgildandi sigll. nr. 34/1985, sbr. 199. gr. sigll. 66/1963, á hver sá sem bjargar og hver sá er veitir að björgun rétt til björgunarlauna. Enda þótt ekki sé gerð sérstök tak- mörkun í lögunum hafa fræðimenn verið sammála um að gera verði undantekningu frá þessari meginreglu um þá menn sem eru á hinu nauðstadda skipi.3 Vafi er hins vegar um nánari útfærslu á þeirri und- antekningu. Ekki er að sjá að neinir dómar hafi gengið á Norðurlönd- um um stöðu áhafnar að þessu leyti fyrr en umræddur dómur Hæsta- réttar. Af dómi Hæstaréttar verður ályktað að rétturinn hafi ekki viljað móta afdráttarlausa reglu um að skipverjar gætu aldrei unnið til björg- unarlauna fyrir björgun eigin skips. Rík áhersla er á það lögð að skip- verjar hafi ekki unnið neitt umfram það er þeim var skylt. Því er hins vegar ósvarað hversu ríkar starfsskyldur skipverja eru í þessu efni. Lagaákvæði um starfsskyldur skipverja er að finna bæði í sjóml. og sigll. Varðandi skipstjóra er mikilvægast í þessu sambandi ákvæðið í 11. gr. sigll. 34/1985, en í upphafi greinarinnar segir orðrétt: „Ef skip kemst í sjávarháska er skipstjóra skylt að gera allt, sem hann má, til bjargar mönnum, skipi, farmi og öðrum fjármunum .. . “ Um starfs- skyldur annarra skipverja er almennt ákvæði í 58. gr. sióml. 35/1985, einkum 3. mgr., sbr. einnig ákvæðið um agavald skipstjóra í 70. gr. Þrátt fyrir töluverðan mun á orðalagi ákvæðanna verður ekki dregin sú ályktun að skyldur skipverja séu verulega minni en skipstjóra, á honum hvílir hins vegar að stjórna mannskapnum, og til þess eru hon- um veitt víðtæk úrræði í sjóml. 3 Sjá m.a. Brækhus, tilv. rit, bls. 32-37, Kjeld Rosenmeyer, S0ret, bls. 437-8, Thor Falkanger og Hans Jacob Bull, Innf0ring i Sj0rett, bls. 243. í sjórétti Ólafs Lárussonar, bls. 154 í 1. útg. og bls. 91 f 2. útg. er talið að skipverjar geti alls ekki unnið til björgunarlauna. Þeirri lögskýringu hefur nú verið hafnað. 74

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.