Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Síða 80

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Síða 80
Sú niðui'staða að stefnendur hafi verið ráðnir skipverjar á Reyni GK er björgunin átti sér stað er líklega hafin yfir allan vafa. Þess er enn- fremur að geta að þrír af fjórum stefnendum voru yfirmenn þannig að uppsagnarfi-estur þein-a var þrír mánuðir, sbr. 2. mgr. 13. gr. sjóml. 67/1963. Sú röksemd skipverjanna að þeir hafi verið ráðnir í þjónustu útgerðarinnar án þess að vera skipverjar á Reyni stenst ekki. Slík staða er óhugsandi nema í þeim tilfellum að skipverjar séu ráðnir til útgerðar án þess að ráðningin taki til ákveðins skips. Slíkir ráðn- ingarsamningar munu fátíðir ef ekki óþekktir hér á landi. Meginspurningin sem þurfti að svara í málinu var hvort skipverjar gætu átt rétt til björgunarlauna fyrir þátttöku í björgun eigin skips. Skv. meginreglunni í 1. mgr. 164. gr. núgildandi sigll. nr. 34/1985, sbr. 199. gr. sigll. 66/1963, á hver sá sem bjargar og hver sá er veitir að björgun rétt til björgunarlauna. Enda þótt ekki sé gerð sérstök tak- mörkun í lögunum hafa fræðimenn verið sammála um að gera verði undantekningu frá þessari meginreglu um þá menn sem eru á hinu nauðstadda skipi.3 Vafi er hins vegar um nánari útfærslu á þeirri und- antekningu. Ekki er að sjá að neinir dómar hafi gengið á Norðurlönd- um um stöðu áhafnar að þessu leyti fyrr en umræddur dómur Hæsta- réttar. Af dómi Hæstaréttar verður ályktað að rétturinn hafi ekki viljað móta afdráttarlausa reglu um að skipverjar gætu aldrei unnið til björg- unarlauna fyrir björgun eigin skips. Rík áhersla er á það lögð að skip- verjar hafi ekki unnið neitt umfram það er þeim var skylt. Því er hins vegar ósvarað hversu ríkar starfsskyldur skipverja eru í þessu efni. Lagaákvæði um starfsskyldur skipverja er að finna bæði í sjóml. og sigll. Varðandi skipstjóra er mikilvægast í þessu sambandi ákvæðið í 11. gr. sigll. 34/1985, en í upphafi greinarinnar segir orðrétt: „Ef skip kemst í sjávarháska er skipstjóra skylt að gera allt, sem hann má, til bjargar mönnum, skipi, farmi og öðrum fjármunum .. . “ Um starfs- skyldur annarra skipverja er almennt ákvæði í 58. gr. sióml. 35/1985, einkum 3. mgr., sbr. einnig ákvæðið um agavald skipstjóra í 70. gr. Þrátt fyrir töluverðan mun á orðalagi ákvæðanna verður ekki dregin sú ályktun að skyldur skipverja séu verulega minni en skipstjóra, á honum hvílir hins vegar að stjórna mannskapnum, og til þess eru hon- um veitt víðtæk úrræði í sjóml. 3 Sjá m.a. Brækhus, tilv. rit, bls. 32-37, Kjeld Rosenmeyer, S0ret, bls. 437-8, Thor Falkanger og Hans Jacob Bull, Innf0ring i Sj0rett, bls. 243. í sjórétti Ólafs Lárussonar, bls. 154 í 1. útg. og bls. 91 f 2. útg. er talið að skipverjar geti alls ekki unnið til björgunarlauna. Þeirri lögskýringu hefur nú verið hafnað. 74
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.