Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Page 85

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Page 85
3. Jón Erlendsson, lögfræðingur, skipaður fulltrúi ríkissaksóknara frá 1. apríl 1987. 4. Birni Ingvarssyni, yfirborgardómara í Reykjavik, veitt lausn frá 1. júní 1987. 5. Einari Ingimundarsyni, bæjarfógeta í Hafnarfirði, Garðakaupstað og á Sel- tjarnarnesi og sýslumanni Kjósarsýslu, veitt lausn frá embætti frá 1. júní 1987. 6. Þorleifur Pálsson, deildarstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, skip- aður skrifstofustjóri kirkju- og fjármála í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu frá 1. maí 1987. 7. Birgir Már Pétursson, héraðsdómari við bæjarfógetaembættið í Hafnar- firði, skipaður bæjarfógeti í Hafnarfirði, Garðakaupstað og á Seltjarnarnesi og sýslumaður I Kjósarsýslu frá 1. júní 1987. Aðrir umsækjendur voru: Guðmundur L. Jóhannesson, héraðsdómari í Hafnarfirði, Hjalti Zóphóníasson, skrifstofu- stjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Hjördís Björk Hákonardóttir, borgar- dómari, Jón Thors, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Sigurð- ur Helgason, bæjarfógeti á Seyðisfirði og sýslumaður Norður-Múlasýslu, Stefán Hirst, skrifstofustjóri lögreglustjóraembættisins í Reykjavík, Stefán Skarphéð- insson, sýslumaður Barðastrandarsýslu og Þorleifur Pálsson, deildarstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. 8. Friðgeir Björnsson, borgardómari, skipaður yfirborgardómari í Reykjavík frá 1. júní 1987. Aðrir umsækjendur voru: Garðar Gíslason, borgardómari og Hrafn Bragason, borgardómari. Auk þess var einn umsækjandi, er óskaði nafn- leyndar. Eftirtaldir hafa verið skipaðir aðalfulltrúar: Einar Sigurjónsson, Borgarnesi, Ágúst Jónsson, sakadómi Reykjavíkur og Þorgeir Ingi Njálsson, Sauðárkróki. Hilmari Baldurssyni, aðalfulItrúa á Sauðár- króki, var veitt lausn frá 1. október 1986. Frétt frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu NÝR DOKTOR í LÖGUM Bjarni Sigurðsson, dósent við guðfræðideild Háskóla íslands, varði á árinu 1985 doktors- ritgerð um sögu og skipan íslensks kirkjuréttar við háskólann í Köln [ Vestur-Þýskalandi. Rit- gerðin er komin út hjá forlagi Peter Lang í Frankfurt. Hún kallast Geschichte und Gegen- wartsgestalt des islándischen Kirchenrechts. Bjarni Sigurðsson er fæddur 1920, Árnesing- ur að ætt. Hann varð stúdent á Akureyri 1942, lauk lagaprófi 1949 og guðfræðiprófi 1954. Hafði hann þá jafnframt háskólanámi verið blaðamaður. Sama ár og hann lauk guðfræði- prófi var hann vígður prestur og þjónaði síð- an Mosfellsprestakalli í Kjósarsýslu allt til 1976. Þá var hann skipaður lektor við guðfræðideild í kennimannlegri guðfræði. Dósent var hann 79

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.