Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 5

Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 5
Hvenœr sendir þú fyrsta fiskinn með flugi úr landi? „Ég og félagi minn hófum aö bolla- leggja þetta árið 1977 en reksturinn á þessu fyrirtæki, sem ég á reyndar einn núna, hófst árið 1978. Á þessum árum voru menn að fálma sig áfram við aö selja ferskan fisk úr landi með þessum hætti en gekk illa. Gæðamálin voru í ólestri og oft fór vond vara á markað- inn. Það sem fyrst og fremst vantaði var þekking á hráefninu og hvernig ætti að lengja líftíma þess. Við byrjuðum á því að selja á Bill- ingsgate fiskmarkaðinn í London sem er heildsalamarkaður þar sem smásal- arnir síðan kaupa. Fyrst seldum við skötu en síðan fórum við að selja heila ýsu og flakaða, karfa og margar fleiri tegundir. Á þessum árum fórum við að verka sjálfir fisk til útflutnings og fór- um einnig í samstarf við aðra verkend- ur sem unnu fyrir okkur fisk. Við tók- um mjög harkalega á gæðavandamál- um sem voru viðloðandi í greininni og höfum alltaf lagt mikla áherslu á gæð- in. Við komum inn með mikilvæga þekkingu, ég útskrifaður úr Fisk- vinnsluskólanum og félagi minn Eirík- ur Hjartarson, sem nú rekur fyrirtækið Stefni, úr Samvinnuskólanum." Frjáls útgerð átti erfitt „Á þeim árum sem við vorum að byrja var enginn fiskmarkaður. Við vorum mest í ýsunni og fengum hana hjá línubátum og saltfiskverkendum sem ekki unnu hana sjálfir. Síðan þró- aðist þetta út í það að við fórum að gera út sjálfir. Þá leigðum við báta sem ekki treystu sér til að gera út á haustin og veturna á hinu opinbera verði og sóttum í ýsuna og seldum meðaflann öðrum verkendum. Við gerðum yfir- leitt út frá byrjun september til febrú- ar. Það var auðvelt að fá báta í útgerð. Þá voru í rauninni tvenn verð í gangi. Annars vegar var landssambandsverð sem var hið opinbera en hinsvegar var svokallaö „fisksalaverð" á ýsunni og það var það sem við notuðum. Þaö var landlægur vandi að frjálsar útgeröir áttu erfitt með að fá uppgert frá vinnslunni. Það þótti gott að fá upp- gjör frá einni vertíð um það leyti sem sú næsta var að hefjast. Þetta átti sinn þátt í því að frjáls útgerð, án fisk- vinnslu, átti mjög erfitt uppdráttar. Það má reyndar segja að það gildi enn." Þáttaskil með stofnun Fiskmarkaðarins Logi var einn af hvatamönnum að stopuin Fiskmarkaðs Suðumesja. Hann sat í undirbúningsnefnd og er í dag stjórnarformaður Fiskmarkaðsins sem er hinn stœrsti á landinu. Hefur til- koma fiskmarkaða ásamt frjálsu verði ekki breytt tilvist frjálsra útgerða og fyr- irtœkja eins og þess sem Logi rekur? „Það kom í ljós í könnun sem var gerð áður en markaðurinn var settur á laggirnar að árin 1984-1986 gengu um 25 þúsund tonn kaupum og sölum á Suðurnesjum. Þá kom í ljós að einung- is 8% kvótans voru ekki tengd fisk- vinnslu sem þýddi að fiskvinnslan á Suðurnesjum átti 92% kvótans á svæð- inu. Nú er enn verið að selja um 25 þús- und tonn á Fiskmarkaði Suðurnesja þó aflinn hafi dregist saman og kvóti minnkað á svæðinu. Það eru ekki að- eins frjálsar útgerðir sem hafa notiö góðs af markaðnum heldur hefur hann einnig verið mjög hagnýtur vinnslum sem sérhæfa sig." Úr vinnslusalnum íTrosi. Allur fiskur fari á markað Nú er mikið rcett um fiskmarkaði og liverjir selja fisk á markaði og hverjir ekki. Sjómenn ráðnir hjá útgerðum sem semja um fast verð við vinnsluna vilja miða fiskverð við markaðsverð og setja fram sem kröfu í samningaviðrœðum að allur fiskur fari á markað. Er ekki stjómarformaður fskmarkaðar ákaflega hlynntur þessu? „Mín skoðun er sú að allur fiskur eigi að fara á markað skilyrðislaust. All- ur fiskur sem veiddur er á Islandsmið- um, hvort sem hann er frystur um borð eöa landað ferskum, á að fara á markað. Þessi skoðun eru ekki vinsæl hjá þeim sem ráða í þessari atvinnu- grein. Öll kerfi eru íhaldssöm í eöli sínu og enginn vill gefa eftir sín völd þó það sé hagkvæmt. Meðan við ekki setjum auðlindina á markað svo allir hafi jafnan aðgang að henni, þýðir ekki að vera að mennta fólk til starfa í þessari grein. Það verður engin nýsköp- un og nýliðun í atvinnugrein sem hindrar aðgang að hráefninu. Áttatíu prósent af þjóöarframleiðslu koma úr sjónum. Það þarf léttgeggjaðan mann til þess að hefja starfsemi í útgerð eða fiskvinnslu í dag þar sem enginn kemst að nema fyrir ætterni. Þess vegna fáum við ekki hæfasta fólkið inn í greinina. Ef allur fiskur fer á markað þá kem- ur hæfnin til þess að markaðsetja í ljós. Það er ekkert víst að það sé rétta aðferðin að frysta fiskinn og selja gegnum Coldwater eða ÍS. Það er ekki sjálfgefið. Það er ekkert víst að ÚA og Grandi, stærstu kvótaeigendur lands- ins, séu hæfastir til þess að fá fyrir fisk- inn það þjóðarbúsverð sem við erum alltaf að leita að. Þessi stóru fyrirtæki taka eðlilega mið af þeim kvóta sem þau eiga og því svigrúmi sem þau hafa innan kerfisins en hagsmunir fyrir- tækjanna fara ekki alltaf saman viö hagsmuni þjóðarbúsins." Fáránlegt kerfi Logi er svarinn andstœðingur kvóta- kerfisins og telur að beita œtti öðrum leiðum til þess að stýra sókn í stofhinn. En hver er lians reynsla beinlínis af kvótakerfmu? ÆGIR FEBRÚAR 1995 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.