Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 40
Páll Ásgeir Ásgeirsson.
Tæplega þúsund skipsflök liggja á
víð og dreif um íslensku landhelgina,
sum á fiskislóð uppi í landsteinum,
önnur á afskekktum miðum. Stríðs-
flök, þar á meðal 21 kafbátur, full af
sprengiefni, skipta tugum og enginn
veit hve mikil hætta stafar af þeim.
Hvergi er til á einum stað tæmandi
skrá yfir skipsflök innan efnahagslög-
sögunnar en á Siglingamálastofnun er
unnið að gerð merkrar skrár sem í fyll-
ingu tímans getur varpað skýrara Ijósi
á margt sem nú er hulið.
„Það má segja að kveikjan að því að
farið var að vinna að skránni var þegar
togarar fengu tunnur með óþekktu
efni í vörpuna norður af Vestfjörðum.
Efnið var illa lyktandi og skuggalegt að
sjá og menn töldu þá að tilvist þess
tengdist stórfelldri grútarmengun á
Ströndum sumarið 1992.
Þegar rannsóknum okkar á málinu
lauk kom í ljós að hér var um að ræða
hluta af farmi þýska flutningaskipsins
Wolfsburg sem fórst í mars 1940. Með-
al efna í farminum voru spik og
baðmullarolía og samkvæmt rann-
sóknum Rannsóknastofnunar fiskiðn-
aðarins var það trúlega hún sem var í
tunnunum. Það tókst ekki sýna fram á
nein tengsl við grútarmengunina en í
kjölfarið hvatti umhverfisráðherra til
þess að ráðist yrði í gerð skrárinnar,"
segir Mikael Ólafsson, starfsmaður
mengunardeildar Siglingamálastofn-
unar, í samtali við Ægi.
Afdrif skipa sem tekin hafa
verið af skipaskrá
Afdrif Fjöldi
Sokkin 593
Strandaö 264
Fargaö meö því aö sökkva skipi 38
Fargaö meö því aö stranda skipi 11
Fargað á land 326
Selt úr landi 285
Óþekkt 723
Safngripur 17
Leiktæki 28
Skv. lögum, hefur ekki veriö skoöaö 301
- 8
Alls 2.594
Skráin sem hann talar um er skrá
yfir öll skip sem horfiö hafa af skipa-
skrá frá árinu 1923 en nokkur eldri
flök, allt frá 1918, eru einnig skráð.
Skráin telur nú 2630 skip. Einhver
hluti þeirra hefur verið seldur úr landi,
brenndur, rifinn eða lokið ferli sínum
með slíkum hætti en um þriðjungur
skrárinnar, eða um 900, eru skip sem
hafa farist (sjá töflu á síðunni og aðra
ítarlegri á næstu opnu).
Skráin tekur þannig til allra ís-
lenskra skipa sem hafa farist, erlendra
skipa sem sokkið hafa innan íslenskrar
efnahagslögsögu, þar með eru talin öll
skip sem sökkt var umhverfis ísland á
stríðsárunum. Skráin er byggð upp á
lyklum. Fyrst er skipaskrárnúmer, þá
kallmerki, gerð skips, sem síðan skipt-
ist í ótal undirflokka, stærð í brúttó-
lestum, efni í bol, hvenær skip fórst
eða hvenær afskráö, afdrif skipsins,
orsakir slyss og staðsetning flaksins.
Reynt að meta hættuna
„Um afdrif margra skipa er ekkert
vitað annað er að þau hverfa af skipa-
40 ÆGIR FEBRÚAR 1995