Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 11

Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 11
Sjómannaalmanakiö á níræðisaldri Sjómannaalmanakiö fyrir 1995 er komió út á vegum Fiskifélags íslands en þetta er í sjötugasta sinn sem fé- lagib annast útgáfu þess. Sjómanna- almanakió hefur komih út frá 1914 og er því meó þessari útgáfu komib á níræbisaldur þó þab sé síungt. Samkvæmt reglugerö nr. 189/1994, um björgunar- og öryggisbúnaö ís- lenskra skipa (grein 12.1), er sérhverju fiskiskipi 12 m og lengra gert skylt ab hafa Sjómannaalmanak um borö og skal þaö endurnýjast árlega. Almanak- iö er enda hiö gagnlegasta upplýsinga- rit fyrir skipstjórnendur. í Sjómannaalmanakinu er að vanda fjölbreytt efni um hvaðeina sem stjórnendum skipa er nauðsyn aö vita, s.s. Iög og reglur sem skylt er að hafa um borð, skrá yfir vita og sjómerki, flóðtöflur og skipaskrá. Skráin er ítar- legri en áður því nú er bætt viö Stand- ard C númeraskrá. í almanakinu er aö Bjarni Kr. Grímsson, fiskimálastjóri og ritstjóri Almanaksins. finna kort af veiðisvæðum helstu fisk- tegunda sem nytjaðar eru vib ísland. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á uppsetningu og efnisröbun í almanakinu til þess að gera það að- gengilegra og þægilegra í notkun. Hafnaskrá er nýmæli í almanakinu. Myndir af höfnum og nauðsynlegar upplýsingar um þær koma sjófarend- um til góða ásamt ítarlegri þjónustu- skrá en ábur. „Ætlunin er ab hafa nákvæmari at- riðisorðaskrá í almanakinu í framtíð- inni. Við höfum stækkað og breytt skrá um radíóvita í samræmi við aukna sókn íslenskra skipa á fjarlæg mið," segir Bjarni Grímsson fiskimálastjóri og ritstjóri Sjómannaalmanaksins. „Almanakib var seint fyrir að þessu sinni en stefnt er ab því ab útgáfudag- ur sé 1. des. ár hvert og þegar er hafin vinna við almanak næsta árs," sagði Bjarni. Sjómannaalmanakið er selt hjá Fiskifélagi íslands, Ellingsen og Átta- vitaþjónustunni í Reykjavík og í bóka- búbum eða hjá umboðsmönnum Fiski- félagsins úti á landi. O NY HONNUN FRA SKIPATÆKNI 59 metra nóta og flottrolls veiðisklp með 1230 rúmmetra sjókælitönkum SKIPATÆKNI veitir alhliða ráðgjöf á sviði skipaverkfræði. Hönnun og útboð nýsmíða. Önnumst einnig verk- og útboðslýsingar á breytingum og viðgerðum. Gerum samanburð á tilboðum og sjáum um samningagerð, hönnun og útboð á fiskvinnslulínum, hallaprófanir og stöðugleika-útreikninga. Vinnum einnig matsgerðir. SKIPATÆKNI f SKIPATEIKNINGAR OG RÁÐGJAFASTORF CONSULTING ENG.& NAVALARCHITECTS GRENSÁSVEGI 13 108 REYKJAVÍK SÍMI 568 1610 BRÉFSÍMI 568 8759 ÆGIR FEBRÚAR 1995 1 1

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.