Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 18

Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 18
STOFNMÆLING BOTNFISKA AISLANDSMIÐUM 19 9 4 Eftir: Einar Jónsson, Björn Æ. Stein- arsson, Gunnar Jónsson, Gunnar Stefánsson, Ólaf K. Pálsson og Sigfús A. Schopka Rannsóknaleiðangurinn „Stofnmæl- ing botnfiska á íslandsmiðum 1994" fór fram 3.-15. mars. Til verksins voru leigðir 5 togarar, Bjartur NK 121, Brett- ingur NS 50, Múlaberg ÓF 32, Rauði- núpur ÞH 160 og Vestmannaey VE 54. Teknar voru 596 togstöðvar á land- grunninu allt umhverfis landiö niður á 500 m dýpi og að miðlínu milli íslands og Færeyja. Skráðar tegundir fiska og hryggleys- ingja reyndust 76 talsins eða um 770 þúsund dýr. Lengdarmældar voru 45 fisktegundir, alls rúmlega 290 þúsund fiskar, þar af um 40 þúsund þorskar, 52 þúsund ýsur, 54 þúsund gullkarfar, 49 þúsund skrápflúrur og um 21 þús- und steinbítar. Tólf tegundir voru kyn- greindar. Kvörnum til aldursgreininga var safnað af 13 tegundum, þar á með- al þorski, ýsu og ufsa, alls 10.970 kvarnasýni. Umfangsmikil vigtun fisks hófst í þessum leiðangri og beindist einkum að þorski, ýsu og ufsa. Flestir kvarnaðir fiskar þessara tegunda voru einnig vigtaðir óslægðir og slægðir, auk þess sem lifur var vegin. Alls voru 6943 fiskar vigtaðir. Fæða þorsks var rannsökuð og fór úrvinnsla fæðusýna fram jafnharðan í leiðangrinum. Helstu tegundir bráðar voru greindar, fjöldi dýra ákvarðaður og vegin og fiskbráð lengdarmæld. Fæðusýnum var safnað á tveimur stöðvum í hverjum reit, samtals úr 4476 þorskum. Þetta verkefni er liður í sérstakri áætlun um fjölstofnarann- sóknir. Smáþorski og sandkola var safnað á fjórum svæðum við landið til mælinga á mengandi efnum. Hér á eftir er gerð grein fyrir nokkrum niðurstöðum um líffræðilega þætti og stofnvísitölur þorsks og ýsu. Ennfremur er gerð grein fyrir lengdar- dreifingu, útbreiðslu og stofnvísitölum allmargra annarra fiskstofna. Umhverfisþættir Hitastig sjávar við botn og í yfir- borði var mælt í leiðangrinum. A 1. mynd má sjá meðalhita við botn úr þessum mælingum á þeim tíma sem verkefnið hefur staðið yfir, þ.e. á ára- bilinu 1985-1994. Hitastig sjávar í mars 1994 er yfirleitt hærra en það var á sama tíma árið áður hvort heldur lit- ið er til botn- eða yfirborðshita. Helsta undantekningin er yfirboröshitinn í Rósagarðinum sem er gráðu lægri en í fyrra. Þá er botnhiti á Norðvesturmiö- um og yfirborðshiti á Suðurmiðum ör- lítið lægri en í fyrra. Þetta síðastnefnda meðalhitastig á Suðurmiðum er reynd- ar lægsta hitastig á þessu svæði fyrr og síðar frá upphafi stofnmælinga. Botn- hiti á þessu svæði er hins vegar mjög í hærri kantinum. Yfirborðshitinn á Norðurmiðum er sá hæsti sem mælst hefur í stofnmæling- unni og sama hitastig á Norðvesturmiðum er nú mjög í hærri kantinum. Hitastig sjávar í fyrra var í lægri kantinum. Hlýn- un sjávar á árinu 1994, sem ekki er þó einsleit eins og að framan er get- ið, gerir þó vart meira en ná hitastiginu upp undir meðallag þegar á heildina er litiö. Þannig eru botnhiti undir með- allagi á 4 svæðum af 6 og eins er farið með yfir- borðshita. Veðurfar í mars 1994, á meðan rannsóknirnar stóðu yfir, var misjafnt og rysjótt á köflum. NA-átt var ríkjandi og bræla gekk yfir nokkrum sinnum með veður- hæð yfir 30 hnúta. Þessi bræluskot ollu þó litlum frátöfum þar sem skipin voru oft stödd við stöðvatöku inn- fjarða þegar og þar sem þau gengu yfir. Aldursdreifing Þorskur Á 2. mynd er sýnd aldursdreifing eins til tíu ára þorsks á öllu rannsókna- svæðinu 1985-1994. Undanfarin ár hafa árgangar 1983-1985 verið mest áberandi og reyndar uppistaðan í þorskstofninum hér vib land. Á árun- um 1985 og 1986 var eins til þriggja ára smáþorskur af þessum árgöngum mjög áberandi. Þessum þremur ár- göngum má fylgja eftir í gegnum stofninn á árunum 1987 til 1989. Árið 1990 minnkaði hlutdeild þeirra mjög og eru þeir nú aö mestu horfnir. Enn- fremur má sjá að engir áberandi sterkir árgangar hafa bæst í stofninn sem eins og tveggja ára fiskur síðustu 6 árin. Þó kemur árgangur 1989 ívib skár út árið 1992 sem þriggja ára fiskur en fyrri vís- OoálB ílnnn^nnnmn fTTh Tinnn m InflHnn 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 Rósagarður 1. mynd. Hitastig sjávar við botn eftir svæðum í stofnmælingum 1985-1994. 18 ÆGIR FEBRÚAR 1995

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.