Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 35
Umhverfisráð norrænna
fiskimanna fundar:
„Græn” samtök hætti
afskiptum af fiskveiðum
„Umhverfisráð norrænna fiskimanna telur
ekki líðandi að stjórnmálamenn og umhverfis-
verndarsamtök slái sig til riddara í umhverfismál-
um á kostnað fiskveiða. Fremur en að agnúast út
í fiskveiðar ættu menn að beina spjótum sínum
að vandamálum sem auðlindum sjávar og um-
hverfinu stafar raunveruleg hætta af. Fiskveiöar
nú á dögum eru stundaðar í samræmi við lög og
reglur með viðhald fiskistofna í huga og auðlind-
um sjávar stafar engin hætta af þeim.”
Þetta kemur fram í ályktun sem umhverfisráð
norrænna fiskimanna hefur sent frá sér í kjölfar
fundar ráðsins í Sandefjord í Noregi í janúar.
Þetta eru þriggja ára gömul grasrótarsamtök sem í
eiga sæti fulltrúar sjómanna og fiskiðnaöar á
Norðurlöndum. Frá íslandi sótti fundinn Bjarni
Grímsson fiskimálastjóri.
Henda grjóti í Norðursjóinn
Árlega eru flutt 5-6 milljón tonn af grjóti milli landanna sem
liggja að Norðursjó. Grjótnám er mjög vaxandi útflutningsiðnað-
ur í Noregi, sérstaklega á Rogalandi í Larvi, Halden, Rekefjord og
fleiri stöðum. En við þessa stööugu grjótflutninga þvers og kruss
yfir Norðursjó með flutningaskipum og prömmum verða stund-
um óhöpp og grjótfarmar lenda í sjóinn. Af þessu hafa fiskimenn
vaxandi áhyggjur og danskir og norskir fiskimenn fullyrða að
grjótfarmar hafi spillt bæði togslóðum og eyðilagt uppeldisstöðv-
ar rækju. Einnig er bent á að kaplar og leiðslur geti skemmst þeg-
ar prammar í erfiðleikum láta farminn fara í hafið. Fullyrt er að
20 þúsund tonn af grjóti lendi á botni Norðursjávar ár hvert af
þessum völdum. Erfiðlega gengur þó að draga menn til ábyrgðar í
þessu máli og bíða fiskimenn enn svara opinberra stofnana.
(Fiskaren, jan. 1995)
Á fullri ferð
Japanskir skipasmiðir hafa smíðað tveggja skrokka skip sem ber
nafnið Hisho og getur siglt með 92 kílómetra hraða á klst. sem
samsvarar rúmum 50 sjómílum. Skipið er 70 metra langt og vegur
um 1600 tonn.
(Fiskaren jan. 1995)
KOSTUR FYRIR SKIP OG BÁTA
Alltáeinumstaö:
Matvörur og hreinlætisvörurfyrir skip. Kjöt á heildsöluverði.
Skipaverslunin - Sérverslun sjómanna.
NYI LISTINN KOMINN
SKIPAVERZLUNIN
SKIBSHANDLER ■ SHIP CHANDLER ■ SCHIFFSAUSRÍISTER
HRINGBRAUT 121 • 107 REYKJAVÍK
SÍMI7TEL. 562-5570 • TELEFAX 562-5578
VIÐ FORNUBÚÐIR • PÓSTHÓLF 383 • 222 HAFNARFIRÐI SÍMI 91-651888 • TELEFAX 651878
SJÓMENN-ÚTGERDARMENN
Fiskmarkaöurinn h/f rekur uppboösmarkaöi í Hafnarfirði og Sandgeröi.
Fiskuppboö eru kl.9 alla virka daga.
Útvegum viöskiptabátum kör og kassa og veitum þjónustu
meö lyfturum á bryggju í Hafnarfirði og Sandgerði.
Vinsamlegast hafið samband við starfsmenn markaöarins
og fáið nánari upplýsingar um verð og þjónustu.
Sími Hafnarfirði, 91-651888 / 652093 Sími Sandgerði 92-37900 / 37901
ÆGIR FEBRÚAR 1995 35