Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 38

Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 38
Styrkir til úreldingar eftir landshlutum HVAR ER MEST ÚRELT? Um miöjan janúar hafði Þróunar- sjóður sjávarútvegsins veitt styrklof- orð til úreldingar 305 skipa og nem- ur framlag sjóðsins 4.377.313 þús- und krónum. Umrædd 305 skip og bátar eru samtals 15.300 brúttórúm- lestir og vátryggingaverömæti þeirra 9.950.532 þúsund krónur. Fyrir ára- mót náðu 90 skip að uppfylla ákvæði sjóðsins og fengu samtals greiddar út 811 milljónir króna. Suður-Múlasýsla og ísafjarðarsýslur Sé úreldingarflotanum skipt eftir skrásetningarnúmemm kemur í ljós að talið í rúmlestum eru flestar, eða 1570, skráðar á SU, í ööru sæti er VE með 1554 rúmlestir og ÍS með 1517 rúm- lestir. Minnst er úrelt á KÓ eöa 1,4 tonn, sem er einn bátur. Flestir bátar merktir SH eða 30 eru úreltir og GK fylgir fast á eftir með 29 skip og báta. Sé litið á hlutfall einstakra staða í heildarupphæðinni sem Þróðunarsjóð- ur hefur lofað til úreldingar kemur í ljós 11,9% upphæðarinnar fer tii báta merktra ÍS en næst á eftir er GK með 11,7% og VE meö 11,2%. Reykjaneskjördæmi fær mest í krónum talið Ef upphæðinni og fjölda rúmlesta er hins vegar skipt eftir kjördæmum kem- ur önnur mynd í ljós. Reykjaneskjör- dæmi fær hæst hlutfall eða 23,1%. Næst kemur Austurland með 18,8%, þá Suðurland með 16,7% og síðan Vestfirðir með 15,7%. Reykvíkingar fá minnst í sinn hlut eða 2,5% af heildar- upphæðinni. Vestfirðingar fá mest miðað við höfðatölu - og afla mest Sé upphæðinni sem Þróunarsjóður- inn hefur ráðstafað deilt niður á íbúa hvers kjördæmis kemur í ljós önnur mynd sem endurspeglar nokkurn veg- inn hlutdeild hvers kjördæmis í heild- arverðmæti sjávarafla. Vestfirðingar eru á toppnum en þeir fá 72.743 krón- ur á íbúa úr Þróunarsjóðnum, næstir koma Austfirðingar með 63.787 krón- ur á mann og þá Sunnlendingar með 35.059 krónur á mann. Minnst fá Reykvíkingar eða 1.096 krónur á íbúa og næstminnst fær Norðurland vestra eða 10.693 krónur á mann. Styrkhlutfallið hækkaði um áramót um 5% Rétt er að hafa í huga að allmörg skip sóttu um úreldingu fyrir áramót því styrkhlutfalliö lækkaði um áramót úr 45% í 40%. Því er ekki sýnt aö öll skip sem fengið hafa úreidingarloforð nýti sér þau. Menn þurfa að ljúka því verki fyrir 31. mars 1995 ella fellur umsókn þeirra og styrkloforð úr gildi og sækja þarf um að nýju og þá fæst einungis 40% af vátryggingarverði. Tafla 2 Úthlutun úreldingarstyrkja skipt eftir einkennisstöfum Eink. Upphæb Hlut- Rúm- Hlut- stafir í þús. kr. fall lestir fall AK 187.662 4,2% 266 1,6% ÁR 237.434 5,3% 1.102 6,7% BA 162.884 3,6% 580 3,5% EA 104.489 2,3% 307 1,9% HF 223.183 5,0% 778 4,7% HU 30.248 0,7% 132 0,8% ÍS 521.767 11,7% 1.517 9,2% KE 273.207 6,1% 1.036 6,3% KÓ 1.455 0,0% 7 0,0% NK 56.009 1,3% 161 1,0% NS 109.602 2,4% 374 2,3% ÓF 187.993 4,2% 747 4,6% RE 113.015 2,5% 356 2,2% SF 241.253 5,4% 706 4,3% SH 158.485 3,5% 738 4,5% SI 2.545 0,1% 16 0,1% SK 77.281 1,7% 466 2,8% ST 2.634 0,1% 1.125 6,9% SU 416.573 9,3% 1.570 9,6% VE 494.472 11,0% 1.554 9,5% ÞH 360.767 8,1% 1.401 8,5% GK 514.355 11,5% 1.466 8,9% Fjöldi skipa alls í árslok 1993 í árslok 1993 var fjöldi fiskiskipa á landinu 943 talsins, samtals 121.230 brl. Flest skip voru á Reykjanesi, 246, en fæst á Noröurlandi vestra, 64. Á Vestfjörðum voru 159 skip en 111 á Austfjöröum. □ Tafla 1 Úreldingarstyrkir eftir kjördæmum Norburland Norburland Iteykjavík Reykjanes Vesturland Vestfirbir vestra eystra Austfirbir Suburland Upphæb styrks í þús. kr. 113.015 1.012.200 246.147 687.285 110.074 653.249 823.437 731.906 Hlutfall 2,6% 23,1% 5,6% 15,7% 2,5% 14,9% 18,8% 16,7% Fjöldi skipa 12 60 37 55 5 44 61 31 Rúmlestafjöldi 356,40 3.288,05 1.005,20 2.109,39 614,86 2.456,69 2.812,67 2.656,82 Upphæb á hvern íbúa í kr. 1.096 14.635 17.239 72.743 10.693 24.390 63.787 35.059 38 ÆGIR FEBRÚAR 1995

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.