Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 33
GEGN SVIKAHRÖPPUM
Guðmundur telur einnig að með því að beina auglýsing-
unni til sölumanna sjávarafurða megi koma á auknum
tengslum og samstarfi milli þeirra en Guðmundur telur að
sölumenn sjávarafurða sé stétt manna í felum sem fái ekki
nœga viðurkenningu.
Fiskurinn selur sig ekki sjálfur
„Staðreyndin er sú að það er ekki nóg að draga fiskinn úr
sjó og vinna hann. Allt kemur fyrir ekki ef ferlið endar ekki
með söiu og staðreyndin er sú ab mest af þessu er selt meb
persónulegum tengslum. Fiskurinn selur sig ekki sjálfur þó
maöur gæti stundum haldið það. Ef ekki væri sölumaðurinn
sem breytir þessu próteini endanlega í peninga þá kæmi allt
annað fyrir lítið. Oft má skilja framleiðendur þannig að þeir
sjái sjálfir um að koma fiskinum á markaö þegar raunin er
önnur. Oft fer ekki mikiö fyrir sölumanninum, hann getur
verið heima hjá sér með sinn síma og fax. Góður sölumaður
þarf oft að taka mikla áhættu við öflun nýrra markaða og
nýrra kaupenda. Þetta verða framleiöendur sjaldan varir
við. Sölumaðurinn þarf ab „selja" ekki síður en fiskimaður-
inn að „fiska". Báðir þurfa að hafa í sér töluvert „fiskiblóð".
Ég held að stóru sölusamtökin hafi ekki stundað mikla
sölustarfsemi hér heima heldur aðallega erlendis og ísland
hafi í raun bara verið afskipunarhöfn. Þetta er þó trúlega
breytt nú.
Ég tók þátt í því á sínum tíma að brjóta upp staðnaðan
humarmarkað og fá helmingi hærra verð en áður hafði boð-
ist. Það kostaði mikil átök. Það virtist allt snúast um það
hvernig kössunum var raðað á brettin en síður um það
hvaða verð mátti fá. Verðið var algjört felumál og aukaat-
riði."
Hef fengið talsverða svörun
Guðmundur telur að markaðsfrelsi síðustu ára hafi orðið
til þess að opna upp þessa atvinnugrein og jafnframt hafi
sölumönnum sjávarafurða fjölgað mjög mikið. Því sé ef til
vill tímabœrt að huga að því að stofna einhvers konar sam-
tök eða samstarf þeirra á milli.
„Hvað varðar þessa auglýsingu þá hef ég fengið talsverða
svörun, bæði símtöl frá mönnum sem hafa lent í klónum á
skúrkum og ennfremur stuðningsyfirlýsingar frá sölumönn-
um sem hvetja mig áfram í þessu máli." □
PÓLLINN X Tl ■
AÐALSTRÆTI 9-11, P.O.BOX 91, 400 ÍSAFJÖRÐUF 1 SÍMI 94-3092 FAX 94-4592 PÓLLINN HF.
ísleitarkastarar
Ljóskastarar
Skipstjórar, útgerðarmenn:
Seljum hina viðurkenndu IBAK-kastara.
Þýsk gæðavara.
3ja áratuga reynsla við erfiðustu aðstæður
í heimi sanna gæðin.
VEIT SÁ ER
Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun
Rafvélar Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki
ÆGIR FEBRÚAR 1995 33