Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 14
Trefjar hf.
Skelbátar, pottar og snekkjur
Fyrirtækið Trefjar hf. í Hafnarfirði
hóf starfsemi sína í desember 1977
með framleiðslu á brettum og bílapört-
um úr plasti. Þá var einn starfsmaður.
Árið 1982 eignaðist fyrirtækið báta-
smiðjuna Skel sem þá hafði framleitt
plastbáta um nokkurra ára skeið og óx
nú mjög fiskur um hrygg. Flutt var í
nýtt húsnæöi við Stapahraun þar sem
Trefjar hf. eru nú í tveimur húsum, sitt
hvorum megin við götuna. Þar starfa
nú 17 manns. Trefjar færðu enn út
kvíarnar 1988 þegar keypt var vél til
akrýlmótunar, farið í vöruþróunarátak
með Iðntæknistofnun og hafin fram-
leiðsla á heitum pottum úr akrýli og
trefjaplasti sem notið hafa umtals-
verðra vinsælda við sumarbústaði,
sundlaugar og í heimahúsum.
„Við höfum náð að útrýma inn-
flutningi á þessu sviði," segir Auðunn
Óskarsson framkvæmdastjóri í samtali
við Ægi. Akrýlið er mótað við 200
gráðu hita en skelin síðan styrkt með
trefjaplasti. Akrýlið hefur talsverða
hörku og gott hitaþol og fæst í
mun fleiri litum en trefjaplastið.
Einnig framleiöa Trefjar pall-
hús á bíla, kúiuhús yfir borholur
fyrir Hitaveituna og ýmislegt
annað úr plasti og akrýl. En
uppistaðan í framleiðslunni eru
Skelbátarnir vinsælu, en frá
upphafi hafa verið framleiddir
rúmlega 200 bátar af þessari teg-
und sem nýtur mikilla vinsælda
hjá trillukörlum þessa lands.
Skelbátarnir eru algengasta
trilian á landinu með hefð-
bundnu lagi en nú eru þær framleiddar
með föstu skriðbretti að aftan og með
því næst aukinn ganghraði en kostir
hins hefðbundna bátslags haldast.
Bátar kenndir við skel
„Venjulegur trillugangur er svona
6-7 sjómílur en með þessum breyting-
um og stærri vél eykst hann í 14-15
sjómílur," segir Auðunn. Þegar Ægir
heimsótti Trefjar var m.a. verið að
breyta 10 ára gömlum Skelbát, lengja
hann um 60 sentimetra og setja skrið-
bretti á hann. Lengingin ræðst af
krókakerfinu en innan þess eru ekki
leyfðir bátar 6 tonn og stærri en eftir
breytingu verður umræddur bátur 5,99
tonn.
„Við smíðum hraðbáta líka en kost-
irnir við hefðbundið trillulag eru marg-
ir. Sjóhæfnin er betri, hana rekur
minna undir færum svo margir sjó-
menn vilja það frekar. Svo er ákveðið
hagkvæmnissjónarmið að baki þessu.
Nú notum við 150-160 ha. vélar í
stærstu bátana okkar en lengi vel létum
við 70-80 hö. duga. Hraðbátar eru með
300-400 ha. vél svo það gefur auga leið
að þeir eru mun dýrari í rekstri."
Skelbátarnir eru smíðaðir í þremur
stærðum, 4 tonn, 5 tonn og 5,9 tonn. í
smiðjunni stendur ein nýsmíði, 5,9
tonna bátur sem á að fara austur á
Vopnafjörð og verður tilbúinn ab
rúmri viku liðinni þó í augum land-
krabba sé hann aöeins hálfsmíbaður.
Bátarnir eru afhentir fullfrágengnir
með svefnplássi fyrir tvo, eldavél og
öllum þægindum og síbast en ekki síst
öllum nauösynlegum tækjum og haf-
færisskírteini. Fuilbúinn kostar Skel-
bátur um sex milljónir.
„Núna afhendum við einn bát á
mánuði," segir Aubunn, „ en þegar
best lét þá afhentum við bát tvisvar í
mánuði. Eftirspurnin hefur dregist
saman í takt við minnkandi afla og erf-
iðari aðstæbur. Bátasmíbin hefur dreg-
ist saman úr 25 bátum á ári í 10-12.
Það vantar ekki viljann heldur fisk-
inn."
Fullt starf að fylgjast með reglum
Til þess lögskipaðir embættismenn
fylgjast með smiði hvers báts og taka
byggingarþættina út á ákveðnum stig-
um.
„Þab hafa verið gerðar miklar breyt-
ingar á ýmsum lögum og reglum sem
lúta að smíði svona báts. Þab er gott
og gilt ab gæta fyllsta öryggis en það
koma sjö aðilar og taka hver út sinn
hlut við smíöina á einni svona trillu.
Ég verb alltaf að vita á hverjum
tíma hvaða reglur gilda en þaö er fullt
starf að fylgjast meb því. Það er núna
verið að samræma okkar reglur þeim
sem gilda í Evrópu vegna samninga ís-
lands um EES."
Skemmtisnekkjur í samdrættinum
Auðunn lætur ekki deigan síga þrátt
fyrir samdrátt í hefðbundinni trillu-
smíði. Trefjar hf. hafa keypt mót og
verksmiöju í Bretlandi. Þar hafa verið
smíðaðir Cleopatra-skemmtibátar um
árabil vib góban orðstír og nafn-
ið þekkt á markaðnum. Ætlunin
er að héðan í frá verði þeir
smíðaðir í Hafnarfirbi og seldir
nær eingöngu til Evrópu.
„Við verðum með þrjár stærb-
ir, 33 fet, 38 fet og 46. Þetta eru
fyrst og fremst skemmtibátar eba
snekkjur og mikið lagt upp úr
góðum aðbúnaöi og þægindum.
Þetta eru bátar sem kosta frá
10-12 og upp í 25-28 milljón-
ir," segir Auðunn sem bindur
vonir við að geta áfram haft lifi-
brauð af því að smíða báta og dettur
ekki í hug að flytja verksmiðjuna til
Bretlands þó nýjum eigendum bjóbist
þar ýmis gylliboð.
„Við erum íslendingar og hér er best
að vera. Samningar íslands við Evrópu
opna okkur allar leiðir til samstarfs og
jafnréttis á markaði þar ytra svo ég er
bjartsýnn en vil helst vera með fæt-
urna á jörðinni og ekki með höfuöið í
skýjunum." □
Auðunn Óskarsson, framkvæmdastjóri Trefja hf.
14 ÆGIR FEBRÚAR 1995