Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 28
flokka gullkarfa eru vísbending um nýliðun stofnins (20. mynd).
Samkvæmt því hefur nýlibun verið talsvert betri seinni hluta tíma-
bilsins miðað við fyrri hluta þess. Vísitölur 21-32 cm fisks síðustu
tvö árin eru þær hæstu sem sést hafa, en þessi fiskur ætti aö skila
sér inn í veiðistofninn á allra næstu árum. Vísitala veiðistofnsins
(fiskur >32 cm) var tiltölulega há fyrstu 3 ár tímabilsins, en hefur
minnkað nánast samfellt síðan og er nú tæpur helmingur vísitöl-
unnar við upphaf þess.
Keila
Nýliðunarvísitala keilu (<30 cm) var í hámarki 1989 en hefur
lækkað samfellt síðan (21. mynd). Vísitala 30-43 cm keilu hefur
tekið tiltölulega litlum breytingum á þessu 10 ára tímabili. Vísitala
veiðistofnsins (>43 cm) var fremur há fyrstu árin en hefur verið
mun lægri síðustu 4 árin. Þróun stofnsins hefur því verið fremur
neikvæð í heild.
Steinbítur
Vísitölur uppvaxandi steinbíts (<30 og 30-49 cm) hafa þróast
nánast eins allt tímabilið (21. mynd). Vísitölurnar fóru lækkandi
fyrstu árin en hafa vaxið stöðugt síöustu 4 árin. Vísitala veiði-
stofnsins hefur á hinn bóginn fariö lækkandi yfir tímabilið í heild
og var síbustu tvö árin um það bil 2/3 vísitölunnar við upphaf
tímabilsins.
Skarkoli
Nýiiðunarvísitala skarkola (<30 cm) var óvenju há árib 1985 en
hefur verið tiltölulega jöfn síðan (21. mynd). Síðustu 4 árin hefur
vísitalan þó verið heldur hærri en ábur. Vísitala 30-39 cm skarkola
var einnig óvenju há árið 1985 og enn mjög há ári síðar. Eftir það
hefur vísitalan tekið fremur litlum breytingum. Vísitala veiðistofns-
ins (>39 cm) var og há árið 1985 en lækkaði síðan ört. Frá 1989
hefur vísitala veibistofns verið tiltölulega stöbug en þó með lægsta
móti árið 1994.
Þeir fiskstofnar sem hér hefur verið fjallað um eru allir í hópi
nytjastofna. Þróun flestra þeirra verður að teljast fremur neikvæb
og jafnvel mjög neikvæð. Þetta á ekki síst við um mikilvæga stofna
eins og þorsk og gullkarfa. Sama er ab segja um djúpkarfa en vísi-
tala hans er nokkurri óvissu háð og reyndar ekki fjallað um tegund-
ina í þessari grein. Stofnar eins og steinbítur, keila og skarkoli hafa
einnig látið verulega á sjá á síðustu árum samkvæmt þessum stofn-
vísitölum. Eini markverði nytjastofninn sem sýnir jákvæða þróun á
síöustu árum er ýsan. Aðrir stofnar sem ekki hafa látið undan síga
eru skrápflúra og tindaskata, en þeir stofnar teljast ekki til sérstakra
nytjastofna og ekki er fjallað um þá í þessari grein að öðru leyti. Sú
heildarniðurstaða sem hér liggur fyrir bendir því til þess að sóknin
í nánast alla botnlæga nytjastofna Islandsmiða sé mun meiri en
stofnarnir megni að standa undir til langframa.
Þakkir
Höfundar þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum Hafrannsókna-
stofnunarinnar, skipverjum rannsóknatogara og útgerðarmönnum
sem lagt hafa sitt af mörkum til þessa verkefnis á liönum árum. □
MÁ REYKJA
„Það hefur mikib verib leitað til Siglingamála-
stofnunar enda tókum við þátt í ab semja þessa
reglugerb. Þab virðist sem sjómenn séu í vaxandi
mæli að vakna til meðvitundar um rétt sinn á
þessu sviði," sagði Páli Guðmundsson, deildar-
stjóri á Siglingamálastofnun, í samtali við Ægi.
Reykingar eru stööugt verr séðar í nútímasamfé-
lagi eftir því sem mönnum verður betur ljós skað-
semi þeirra, bæbi á þá sem reykja og hina sem
þola óbeinar reykingar. Umrædd reglugerð, sem er
birt hér í heild að neðan, tekur af allan vafa um
rétt þeirra sjómanna sem ekki reykja. Reglugerðin
tók gildi í mars 1993.
Páll Guðmundsson sagði að helst virtist vera
tekist á um reyklaust svæði í borðsal og setustof-
um um borb í skipum en þessi svæði eru einatt
samliggjandi. Páll sagði að vandamálib væri að oft
vantaði útsog á þessum stöðum sem gerði erfitt að
leyfa reykingar svo allir gætu sætt sig við.
Reglur
um tóbaksreykingar um borb í skipum.
(Nr. 124 10. mars 1993)
Markmib og giidissvib.
l.gr.
Markmið reglna þessara er að tryggja að skip-
verjar, sem ekki reykja, verði ekki fyrir skaða og ó-
þægindum af völdum tóbaksreyks á vinnustað sín-
um.
Reglurnar gilda um þann hluta skips sem sér-
staklega er ætlaður skipverjum og ekki fellur undir
takmarkanir á reykingum vegna aðgangs almenn-
ings, s.s. í farþegaskipum og ferjum.
Takmörkun á tóbaksreykingum um borb í skip-
um.
28 ÆGIR FEBRÚAR 1995