Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 46

Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 46
Auðlind íslands, fiskimiðin Ný lota er nú hafin í umræðunni um stjórn fiskveiða við ísland. Kenna sumir þessa lotu við væntanlegar kosn- ingar, en aðrir segja að málefnin ráði og nú komi upp á yfirborðið margra ára vandi og gremja þeirra manna er telja sig hafa veriö rangindum beitta í þeim kerfum sem notuð hafa verið til að stjórna fiskveiðum á síðustu árum. Hvað sem þessum sjónarmiðum líður þá er ljóst að fiskurinn, sem er í hafinu við ísland, er takmörkuð auðlind, um það eru allir sammála, hvar í flokki sem þeir eru. í beinu framhaldi af þess- ari fullyrðingu má draga þá ályktun að allir séu sammála um að takmarkanir af einhverjum toga séu nauösynlegar svo fiskurinn verði áfram undirstaða efnahags í þessu landi. En um hvað er þá rifist? Það er rifist um þá aðferð eða að- ferðir sem notaðar eru til að takmarka aðganginn í auðlindina, eða öllu held- ur hvernig tekiö er úr auðlindinni. Nú í janúar hélt sjávarútvegsráðu- neytið ráðstefnu undir kjöroðunum „viðreisn þorskstofnsins" og fluttu þar erindi margir mætir menn, m.a. sjávar- útvegsráðherra Kanada, Brian Tobin. Var allgóður rómur gerður að máli ráö- herrans, enda talaði hann af tilfinn- ingahita og er snjall ræðumaður. Fátt nýtt kom fram í ræðu þessa erlenda gests sem ekki var vitað fyrir. A hinn bóginn komu fram við umræður síðar á ráðstefnunni nýjar hugmyndir frá Þorvaldi Garðarssyni, sem felast í framseljanlegum sóknarkvóta. Þessi hugmynd er nokkuð ómótuð og þarfn- ast því nánari skilgreiningar og út- færslu áður en hún er dæmd, en hug- myndin er góð og verðskuldar því um- ræðu, meiri en hún hefur fengið til þessa. Þá má tiltaka tillögur frá fjórum frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi, en þeir útfæra leið til stýringar á sókn flotans í auð- lindina. Þessar tillögur þeirra eru ekki endanlega útfærðar og þarfnast um- bóta og lagfæringa. Þrátt fyrir það, og kannski vegna þess, hafa þeir uppskor- ið hörð viðbrögð bæði sjávarútvegsráð- herra og formanns LÍÚ sem verja nú- verandi kerfi ákaft. Þessi viðbrögð ráðamanna eru í senn skiljanleg, þar sem þeir eru aö verja kerfi sem er þekkt og menn eru búnir að læra á, en um leið ámælis- verð því þeir eru að koma í veg fyrir nýja þróun, sem hugsanlega leiðir til nýrrar og betri lausnar. Það að ekkert geti komið í stað núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfis er hrein fásinna og ábyrgir aðilar í ráðandi stöðum í hags- munasamtökum eba í opinberu rábu- neyti geta ekki afgreitt mál meb sleggjudómum um sérhagsmuni Vest- firðinga eða fullyröingum um órofa- samstöðu um að leggja af kolómögu- legt sóknarmarkskerfi. Þaö stób mjög tæpt að ná kvótakerfinu í gegn á sín- um tíma og það náöist aðeins í gegn í upphafi sem bráðabirgðalausn til eins árs í senn. Árangur fiskveiða hefur um aldarað- ir verið mældur í þeim afla sem skilað er að landi. Hefur mælikvarðinn verib magn og á síðari tímum verðmæti og gæði tengd því. Meb nýjum takmörk- unum, sem hafa allar verið settar á magnið, hefur þessi mælikvarði skekkst mjög og er að mínum dómi ónothæfur til að meta árangur manna viö veiðar og enn síður nothæfur til að meta árangur í nýtingu auðlindarinn- ar. Nú er það mikilvægt að fiska vel í kvótabankanum og ekki síst ef skip- stjórinn er fiskinn á miðunum. Ef kvótaslagurinn gengur ekki upp nota menn margvíslegar aöferðir til að drýgja kvótann. Ein þeirra er ab koma einfaldlega ekki með að landi nema þann afla sem þóknanlegur er kerfinu og allir eru ánægðir. Kerfiö gengur upp og fáar sögur fara af fiskinum sem „sleppt" var í hafið aftur. En er þetta svo? Eitt er víst að sá bátur sem bund- inn er vib bryggju fiskar ekki, en sá bátur sem er á veiðum þarf ekki að koma með allt þaö sem fiskast ab landi. Nú á tímum er það mjög heimskulegt því þá er viðkomandi bát- ur sviptur veiðileyfi vegna afla án kvóta. Virðingarverð er tilraun LÍÚ um herferð gegn því að kasta fiski í hafið, en er LÍÚ tilbúið aö jafna þann mis- mun sem verður í buddu viðkomandi sjómanna, þeirra sem hirða allt og þeirra sem velja úr? Því miður tel ég að þessi herferð gangi ekki eins vel og ruslherferðin því þar var ekki um beina fjármuni að ræða fyrir áhöfnina. Nú á dögunum voru viðraðar hug- myndir um hvernig koma eigi í veg fyrir aö fiski sé fleygt í sjóinn. Og hverjar eru þær? Jú, heröa þarf reglur og skerpa skil við refsiveröum brotum þannig að menn láti af þessum ósóma. Koma þarf upp eftirlitsmönn- um borð í hvert skip og í hverja ver- stöb, ráða þarf „kvísling" um borð í hvern bát sem nýtur lagaverndar um æviráðningu hjá útgerðinni ef hann sendir inn skýrslu og segir til félaga sinna. Þeir sem halda að þetta geti gengib upp hafa aldrei komið um borö í fiskiskip til þess að vinna þar og dvelja. Þetta er fásinna og það vita all- ir. Eina lausnin er sú að kerfið sjálft sé þannig að þab sé einfalt og það vinni með þeim sem eiga að fara eftir því, en ekki þannig að allir búi við eftirlit „stóra bróður" og sögusmettur séu á hverju horni. Ef eitthvað er í ætt við miðstýringu og lögregluríki þá er það þetta sem við stefnum á nú og því er brýn nauðsyn á endurskoðun. Þær hugmyndir og tillögur sem ég hef drepið á hér áður eru tilvaldar til að ræða sem grunn aö kerfi þar sem á- þreifanlegri takmörkunum er beitt en gert er nú. Takmörkunum sem eiga að virka og virkja sjómenn jafnt og land- verkafólk til að vernda og varðveita þá auðlind sem við lifum öll af. Bjami Kr. Grímsson 46 ÆGIR FEBRÚAR 1995

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.