Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 39

Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 39
Vartarar og krókódílar Fiskeldismenn eru stöðugt á höttunum eftir nýjum teg- undum til eldis og nú hafa Norðmenn komist að þeirri nið- urstöðu að vartari sé vænleg fisktegund til eldis. Að vísu er vartarinn fiskur sem kann betur við sig í hlýrri sjó en al- mennt er við Noregsstrendur en fiskeldismenn á Mæri og í Romsdal telja mögulegt að nýta afgangsorku frá metanól- verksmiðju í héraðinu til þess að gera vartaranum vistina í norskum sjó bærilega. Verðið á vartaranum er það sem freistar manna en það er nú milli 60 og 70 norskar krónur. Á sömu slóðum hafa menn látið sér detta í hug að ala krókódíla og nýta skrápinn en slíkar hugmyndir teljast til loftkastala enn sem komið er. Erfitt mun vera að fá leyfi norskra yfirvalda til innflutnings á krókódílum til undan- eldis. (Fiskaren, jan. 1995) Rækjueldi eykst stórlega Árið 1994 var gott ár fyrir rækjueldi í heiminum og alls voru framleidd 733 þúsund tonn af rækju. Tæland ber höf- uð og herðar yfir aðra á þessu sviði en þar framleiddu 20 þúsund stöðvar 225 þúsund tonn af rækju. Nágrannar Tæ- lendinga í þessum heimshluta koma næstir þeim og eru Indónesía, Indland og Víetnam meðal allra stærstu fram- leiðslulanda á eftir Tælandi. (Fiskaren, jan. 1995) Meira fiskmjöl Fiskmjölsframleiðsla jókst í heiminum árið 1994 of varð 4,2 milljón tonn á móti 3,5 milljónum tonna árið áður. Stærsti framleiðandi var Perú með nær 2 milljónir tonna. Um að bil helmingur framleiðslunnar fer til fiskeldis og stærstu kaupendur eru lönd við Kyrrahaf, þar sem fiskeldi vex stöðugt, en Evrópumarkaöur tók við 32% framleiðsl- unnar. Kínverjar keyptu 600 þúsund tonn af fiskimjöli 1994 og juku innflutning sinn um nær helming frá árinu áður. (Fiskaren, jan. 1995) Olíuvinnsla mengar Norðursjó Mengun af völdum þungmálma frá olíuvinnslu í Norður- sjó fer vaxandi og mun um aldamótin samsvara mengun frá byggð fimm milljóna manna. Heildarmengun lífrænna efna og þungmálma mun nema um 2300 tonnum árlega í Norðusjó árið 2000 og þar af verða þungmálmar um 315 tonn. Áætlanir um aðgerðir til þess að stemma stigu við þessari mengun hafa ekki enn komist í gagn vegna ósam- komulags yfirvalda um hvernig skuli standa að slíkum að- gerðum. (Fiskaren, jan. 1995) Danski flotinn minnkar um 883 skip Árið 1994 voru 68 skip úrelt úr danska fiskiskipaflotan- um og 70 milljónir danskra króna greiddar í úreldingar- styrki. 61 skip er á biðlista til úreldingar í ársbyrjun og eig- endur þeirra vænta þess að fá 91 milljón í styrk til úrelding- ar. Frá árinu 1987 hafa 883 skip verið úrelt úr danska fiski- skipaflotanum og samtals greiddir úreldingarstyrkir nema 963,6 milljónum. (Fiskeri Tidende, jan. 1995) WESTING SNURPUHRINGIR MEÐ STÁLHJÓLI I SKAGFJÖRÐ Hólmaslóð 4, Reykjavík, sími 552-3333, telefax 552-3334 Sími í söludeild eftir kl. 5: 552-3336 Sími á netaverkstæði eftir kl. 5: 552-3337 ÆGIR FEBRÚAR 1995 39

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.