Ægir - 01.02.1995, Blaðsíða 12
SJÁVARSÍÐAN
VIÐ NÁNARI ATHUGUN
ANNALL
Sægreifar í hópi smábátaeigenda
í hópi smábátaeigenda er 101 sem á tvo báta. í fimmtán tilvikum eru þrír smá-
bátar skráðir í eigu sama aðila og í einu tilfelli eru fjórir bátar skráðir á sama eig-
anda.
Eignarleigu- og fjármögnunarfyrirtæki hljóta að teljast til sægreifa í hópi smá-
bátaeigenda en Féfang hf. og eignarleiga Landsbankans, sem áöur var fjármögn-
unarfyrirtækið Lind hf., eiga samtals 26 smábáta.
Þessar upplýsingar eru byggðar á skrám Fiskifélags íslands frá árslokum 1994
og upplýsingum frá fjármögnunarfyrirtækjum. Örn Pálsson framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda upplýsti að félagar í Landssambandinu væru
2300. Hann taldi að um 1500 smábátar heföu skráð einhvern afla á síðasta ári.
Samtals er bátafjöldi sem þeir eiga sem eiga fleiri en einn bát 281 bátur eða rúm
19% af heildarflotanum sem landaöi á seinasta ári. Þessi floti skiptist í 68 dekkaða
báta og 213 opna báta.
Samkvæmt skrám Fiskifélags íslands eru fiskibátar undir 10 brúttórúmlestum
samtals 1945 sem skiptast þannig að 336 eru dekkaðir bátar en 1609 eru opnir
bátar.
Þeir bátar, sem teljast til þessa úrtaks þeirra sem eiga fleiri en einn, eru 281,
samtals 1622 brúttótonn að stærð eða um 16% af heildinni, en þeir 1.945 bátar
sem skráðir eru minni en 10 brt. eru samtals 9923 brt.
Þessi 1622 brt. eru ígildi stórs frystitogara eins og t.d. Örfiriseyjar RE svo þekkt
dæmi sé tekiö. Deilur milli smábátaeigenda og stærri útgerðarmanna hafa fætt af
sér hugtök eins og „sægreifi." Af þessum talnaleik má ráða að sægreifar Ieynast
víða og fer allt eftir því hvaða viömiöun er notuð.
■■ Þriðjungur fiskveiðiársins
Bfl er að baki og búiö er að
veiða 31% þorskkvótans, 18%
ýsukvótans, 16% ufsakvótans og
38% karfakvótans.
Útgerðarfyrirtækið Lómur
Kfl hf. í Hafnarfirði kaupir Þór
HF 6 af Stálskipum hf. eftir að
hafa úrelt og selt gamla Lóm til
Orkneyja fyrir 125 milljónir.
■H Rannsóknaskipin Árni Frið-
■ÉJ riksson og Bjarni Sæ-
mundsson verða vör við dreifða
loðnu fyrir austan land en ekkert
loðnuskipanna nær afla.
■■■ Síldarvinnslan á Neskaup-
Efifl stað ákveður að flytja af-
urðalánaviðskipti fyrirtækisins frá
Landsbankanum til íslandsbanka
eftir að hafa boðið út þessi við-
skipti sem nema 200 til 250 millj-
ónum króna árlega.
■H Mikill áhugi er á því að
1,:' ~.fl kaupa hlut Akureyrarbæjar
í Útgeröarfélagi Akureyringa.
KEA, Samherji, Scandia og fleiri
aðilar hafa sýnt áhuga á að kaupa
bréfin. Sala bréfanna tengist því
að íslenskar sjávarafurðir hafa
sýnt áhuga á að flytja höfuð-
stöðvar sínar til Akureyrar og
jafnframt lýst vilja til þess að yfir-
taka sölu á afurðum ÚA. Sölumið-
stöö hraðfrystihúsanna leggst af
talsveröum þunga gegn þessum
áformum og býðst til að styrkja
atvinnulífið á Akureyri með ýms-
um hætti til þess að sporna við
þessu.
■H Akureyrartogarinn Margrét
wMm fær á sig mikinn brotsjó út
af Dýrafirði í aftakaveðri. Brúin
fylltist af sjó sem einnig komst í
vistarverur áhafnar. Flest eða öll
siglingatæki eru ónýt og búist er
við að fleiri skemmdir komi í ljós.
Margrét EA hugðist flytja björg-
unarmenn frá Þingeyri til Súða-
víkur þegar óhappið varð.
■M Breytingum á Gullberginu
■■I lokið í Skipalyftu Vest-
12 ÆGIR FEBRÚAR 1995